Saga - 2018, Blaðsíða 105
áttu vertolla: Skeggjastaðir, Ingjaldshóll, Árnes og kaldaðarnes, en
af máldögum Presthóla og Svalbarðs í Þistilfirði verður ekki greint
hvort tollarnir voru greiddir af vermönnum eingöngu (þ.e. ver -
tollar) eða bændum (fisktollar), eða hvorum tveggja sem virðist lík-
legt. Fisktollarnir fylgja greinilega helstu útgerðarsvæðum við norður -
ströndina og má hafa til marks um mikilvægi sjávarútvegs í þeim
sveitum. Eins og osttollar, sauðatollar og eyristollar annars staðar
virðast þetta hafa verið aukatollar, til viðbótar við þær tekjur sem
allar kirkjur höfðu (þ.e. tíundir, ljós- og heytolla), en vera má að í
a.m.k. sumum af þessum 11 sóknum hafi fisktollarnir verið lagðir á
til að vega upp rýrar tekjur af hinum hefðbundnu gjöldum. Mest ber
á fisktollum í Strandasýslu en annars eru þeir bundnir við annnesin:
Rauðasandshrepp, Tröllaskaga, Tjörnes, Melrakkasléttu og Langa -
nes strönd; og á Tjörnesi voru þeir aðeins greiddir úr þeim hluta
Húsavíkursóknar sem var við sjávarsíðuna — bændur í Reykja -
hverfi svöruðu lambaeldi. Þessu var öfugt farið í Ólafsfirði en þar
greiddu allir bændur fisktoll og hafa þá væntanlega upp til hópa
stundað sjávarútveg þó flestar jarðir í sókninni liggi ekki að sjó.
Hvort sams konar fisktollur var innheimtur í Siglufirði verður ekki
fullyrt því máldagar Sigluneskirkju hafa ekki varðveist. Upphæð
fisktollanna er ekki alltaf tilgreind en þar sem frá henni er sagt er hún
allbreytileg. Bændur í Ingjaldshóls- og Saurbæjarsóknum greiddu
mest eða vætt skreiðar hver — um 35 kíló — en bændur á Tjörnesi
greiddu aðeins fjórðung, átta sinnum minna. Í Strandasýslu greiddu
bændur ýmist hálfa vætt eða þriðjung úr vætt og má vera að
upphæðin endurspegli mismikið vægi fiskveiða. Í Húsavíkur mál -
daga er tekið fram að fisktollinn eigi að greiða að hausti sem bendir
til að þar, eins og í Fjörðum, hafi mest verið róið um sumar og haust.
Útgerð á vegum kirknanna sjálfra sýnir talsvert aðra dreifingu
um landið en tekjur þeirra af fiskveiðum annarra. Þess er ekki endi-
lega að vænta að vergagna sé getið í máldögum ef kirkja átti land að
sjó og uppsátur innan þess. Engu að síður er sláandi að milli Þistil -
fjarðar og Hornafjarðar átti um það bil önnur hver kirkja í strand-
sóknum vergögn en hlutfallið var tíu sinnum lægra við norður-
ströndina, milli Melrakkasléttu og Hornstranda og sjö sinnum lægra
við suðurströndina, milli Hornafjarðar og Reykjaness. Við vestur-
ströndina var það fjórum sinnum lægra en fyrir austan. Ef fjórtándu
aldar máldagarnir eru bornir saman við máldaga frá sextándu öld
sést að mikil aukning varð á því tímabili í útgerð á vegum kirkna á
Austfjörðum (úr 12 kirkjum í 20) og Vestfjörðum (úr átta kirkjum í
hvar reru fornmenn til fiskjar? 103
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 103