Saga


Saga - 2018, Page 114

Saga - 2018, Page 114
kringum 1200 og aftur á fimmtándu öld. Á seinna tímabilinu er mun meira af þorski af þeirri stærð sem talin er henta best til skreiðar- verkunar (60–110 sentimetrar); á því fyrra er meira af undirmáls - fiski, þó ekki eins mikið og á nágrannabænum Gjögri.145 Má því vera að þegar um 1200 hafi a.m.k. hluti vertíðarveiðanna í Akurvík miðað að því að framleiða söluhæfa vöru, en síðar átti það hlutfall eftir að aukast til muna. Þó að skreið væri verkuð fyrir markað þarf ekki að vera að hún hafi verið flutt út. Fullt eins líklegt er að þró - unin hafi verið svar við aukinni eftirspurn eftir staðlaðri skreið inn- anlands. En stöðlunin var örugglega forsenda þess að Íslendingar gátu flutt út skreið í stórum stíl á fjórtándu öld. Þriðja atriðið sem fjallað hefur verið um er hvaða hlutar af fisk- beinagrindinni finnast. Bein úr þunnildum og aftanverðum hrygg benda á hefðbundna skreiðarverkun,146 og færist hún greinilega í vöxt þegar á líður. Finnist hausbein á sama stað eru þau ekki úr skreiðinni heldur hafa hausarnir verið fluttir sérstaklega, eins og síðar var algengt um herta þorskhausa, eða að fiskurinn hefur verið fluttur heill og þá óverkaður. Í beinasöfnum inn til landsins er mis- jafnt hve mikið finnst af hausbeinum, en undantekningarlaust eru þau miklu færri að tiltölu en beinin úr bol fisksins. Hausar hafa því síður verið verslunarvara heldur notaðir við sjávarsíðuna. Bent hef - ur verið á athyglisverðan mun sem er á því hvaða bein finnast úr beinagrindum þorskfiska á þremur samtíða heimilum í Mývatns - sveit á tíundu öld.147 Á smábýlinu Sveigakoti hefur eitthvað af fisk- inum verið verkað með líkum hætti og skreið á seinni öldum, en fiskurinn sem fluttur var til höfuðbólsins Hofstaða og góðbýlisins Hrísheima hefur annaðhvort verið þurrkaður með öðrum hætti eða jafnvel fluttur blautur því þar var mun meira af hausbeinum. helgi skúli kjartanss. og orri vésteinsson112 145 krivogorskaya o.fl. „Fish bones and fishermen“, bls. 41–42; Colin P. Amund - sen, Sophia Perdikaris, Thomas H. McGovern, yekaterina krivogorskaya, Matthew Brown, konrad Smiarowski, Shaye Storm, Salena Modugno, Mal - gorzata Frik og Monica koczela, „Fishing booths and fishing strategies in medieval Iceland. An archaeofauna from Akurvík, North-West Iceland“, Environmental Archaeology 10 (2005), bls. 126–146. 146 Sophia Perdikaris, George Hambrecht, Seth Brewington og Thomas H. McGovern, „Across the fish event horizon: A comparative approach.“ The Role of Fish in Ancient Time. Ritstj. H. H. Plogmann (Rahden: Verlag Marie Leidorf 2007), bls. 38–52. 147 McGovern, „The Archaeofauna“, bls. 229–234. NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.