Saga - 2018, Síða 137
mynd af því hvernig til að mynda hugmyndafræði og áróðursvél bolsévika
þróaðist í móðurlandinu eða til dæmis rannsóknir á innra starfi kommún -
ista flokks Sovétríkjanna.1 Nýjar rannsóknir á þessum sviðum skoða hug-
myndafræði kommúnismans í víðum skilningi, allt frá aðdráttarafli hans,
höfnun, aðlögun og umbreytingu á kommúnískum gildum í Sovétríkjunum,
og hvernig þetta allt saman hélst í hendur á tímum ógnarstjórnar Stalíns og
síðar undir valdboðsstjórn khrúsjovs, svo dæmi séu tekin.
Niðurstöður flestra fræðimanna sem skoða hugmyndafræði og áróður
Sovétríkjanna á þessum tíma, og ég telst víst sjálf þar á meðal, eru nefnilega
þær að reyna verði að skoða framleiðslu, útbreiðslu og viðtökur áróðurs og
hugmyndafræði samtímis, annars er hætt við að stór hópur gerenda í sög-
unni verði að neðanmálsgreinum en örfáir valdamiklir einstaklingar, eða
stofnanir, fái að segja söguna alla. Það gæti þannig aukið skilning okkar á
flokksstarfi, flokksaga og „sovéthollustu“ íslenskra kommúnista og sósíal -
ista ef við fengjum betri yfirsýn yfir síbreytilega mótun hugmyndafræðinnar
og áróðursvél sovétyfirvalda innanlands (sem hélst mjög í hendur við
áróðurs- og útbreiðslustarf þeirra erlendis). Þessi nálgun á jafnt við þegar
sjálfstæði íslenskra kommúnista gagnvart Moskvu er dregið í efa eða því er
haldið fram að þeir hafi haft ákveðna sjálfstjórn.
Hér mætti líka benda á kosti þess að setja áróðursstarf íslenskra sósíal -
ista upp á myndrænan hátt, bæði hliðarsamtök og félagasamtök innalands
sem og sovéska og alþjóðlega bakhjarla þessara samtaka. Ég tel að það
kæmi mörgum á óvart hversu margar sovéskar og alþjóðlegar stofnanir
voru á bak við áróðurs- og útbreiðslustarf íslenskra kommúnista og sósíal -
ista og í nýjum rannsóknarverkefnum í Evrópu er þessa dagana verið að
sýna fram á mun meiri áhrif til dæmis Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra
kvenna en hingað til hefur verið haldið.2
Þannig er kannski ofsagt og í raun ónauðsynlegt að lýsa því yfir „að
stuðningur skálda, rithöfunda og listamanna við kommúnismann var óvíða
meiri en á Íslandi“ (bls. 16). kommúnisminn átti sér ýmsa málsvara meðal
menntamanna víða um heim, sérstaklega á millistríðsárunum og þó þeim
hafi farið fækkandi á tímum kalda stríðsins eru fjölmörg dæmi um mikinn
andmæli 135
1 Sjá t.d. David Brandenberger, Propaganda State in Crisis: Soviet Ideology, Indoc -
trination, and Terror under Stalin, 1927–1941 (New Haven og London: yale Uni -
versity Press 2011); Michael David-Fox, Showcasing the Great Experiment: Cultural
Diplomacy and Western Visitors to the Soviet Union, 1921–1941 (New york: Oxford
University Press 2012); Edward Cohn, The High Title of a Communist: Postward
Party Discipline and the Values of the Soviet Regime (Dekalb: Northern Illinois
Press 2015).
2 Francisca de Haan, „Continuing Cold War Paradigms in Western Historio -
graphy of Transnational Women’s Organizations: The Case of the Women’s
International Democratic Federation (WIDF)“, Women’s History Review 19:4
(2010), bls. 547–573.
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 135