Saga - 2018, Blaðsíða 143
istaflokksins í því samhengi, 4) rannsóknir á verkalýðsflokkum og verka -
lýðshreyfingunni.
Barátta stjórnmálaflokkanna um verkalýðshreyfinguna.
Fátt setti meira mark á verkalýðshreyfinguna en barátta stjórnmálaflokka
um völd yfir hreyfingunni. Doktorsefni fjallar um þessa baráttu sem stóð í
fyrstu einkum á milli kommúnista og jafnaðarmanna en síðar komu fleiri
leikendur til sögu. Höfundur sýnir fram á hvernig boðskapur kommúnista
náði eyrum margra í verkalýðsstétt og einnig sú stefna að stofna ætti óháð
verkalýðssamband, þ.e. að aðskilja starfsemi Alþýðuflokksins og Alþýðu -
sambandsins — hér má geta þess fyrir þá sem ekki vita að Alþýðuflokkur
og Alþýðusamband voru ein skipulagseining allt þar til skilið var formlega
á milli flokks og hreyfingar og ekki áttu aðrir kost á því að gegna forystu-
hlutverki innan Alþýðusambandsins en jafnaðarmenn. Doktorsefni leiðir
rök að því að kommúnistarnir hafi unnið sigur í þeirri baráttu af því að
ákveðið var árið 1942 að skilja á milli flokks og hreyfingar, Alþýðuflokks og
Alþýðusambands.
Hér gætir nokkurrar ónákvæmni hjá höfundi. Fyrir það fyrsta var
ákveðið 1940, ekki 1942, að skilja á milli flokks og hreyfingar. Þetta er þó
ekki mikilsvert, enda sátu jafnaðarmenn einir við stjórnvölinn til 1942 innan
Alþýðusambandsins og sáu til þess að ekki kæmust aðrir þar að borðum. Í
öðru lagi voru það ekki einungis kommúnistar sem stóðu í þessari baráttu
heldur voru það ekki síður verkamenn sem voru í Sjálfstæðisflokknum, og
vitaskuld flokkurinn sjálfur. Það vofði yfir, ef ekki yrði gengið að þessari
kröfu, að einfaldlega yrðu sett lög á Alþingi um þennan aðskilnað með
breytingum á vinnulöggjöfinni. Svo fór þó ekki heldur var samið um að -
skilnaðinn við myndun þjóðstjórnarinnar árið 1939, en þessa getur ritgerðar-
höfundur ekki. Æskilegt hefði verið að hann hefði fjallað nánar um þessi
efni og gefið fyllri mynd af því hversu flókin þessi staða var innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Það samstarf kommúnista og sjálfstæðisverkamanna sem hér varð að
veruleika leiðir hugann að því hvort kommúnistar hafi í raun komið fótun-
um undir starfsemi sjálfstæðismanna innan verkalýðshreyfingarinnar með
því að taka höndum saman við þá í baráttunni fyrir óháðu verkalýðssam-
bandi, eins og það var kallað. Það samstarf tókst víða og má segja að stíflan
hafi brostið þegar jafnaðarmenn misstu meirihluta sinn í Verkamanna -
félaginu Hlíf í Hafnarfirði árið 1939 eftir sameiginlegt átak sósíalista og
sjálfstæðisverkamanna sem voru um þetta leyti í óðaönn að skipuleggja sig;
raunar má hið sama segja um harðvítugar deilur í Neskaupstað sem lyktaði
með því að þar misstu jafnaðarmenn tökin en sósíalistar náðu völdum og
héldu þeim í marga áratugi (m.a. bls. 158–160). Fróðlegt hefði verið að sjá
frekari umræðu um þetta efni og ræða hvort kommúnistar hafi átt þátt í að
andmæli 141
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:45 Page 141