Saga - 2018, Page 150
verslunina vegna þess hve hún tengist inn „á fjölbreytileg svið þjóðlífsins,
framleiðslukerfið, starfshætti fyrirtækja, markaði og sölustarfsemi, þarfir
neytenda, tísku, hugmyndir manna um verslun og gróða, stjórnmálaátök og
hagsmunagæslu“ eins og Guðmundur Jónsson kemst að orði í formála að
sínum hluta ritsins (bls. 113). Ýmsir hafa þó vitaskuld ritað um verslun og
viðskipti við útlönd á ákveðnum tímabilum eða út frá tilteknum sjónar -
miðum, svo sem fram kemur í heimildaskrá verksins. En heildarverkið
hefur vantað.
Hugmyndina að verkinu má rekja til umræðna í stjórn Sagnfræði stofn -
unar Háskóla Íslands árið 1998 um að stofnunin gæfi út fyrirliggjandi dokt-
orsritgerðir sagnfræðikennara á ensku. Í framhaldi af því ákváðu Helgi
Þorláksson, Gísli Gunnarsson, Anna Agnarsdóttir og Guðmundur Jónsson
að taka höndum saman og semja rit á íslensku um utanlandsverslun. Þau
fengu til liðs við sig Halldór Bjarnason sem þá vann að doktorsritgerð sinni
við Glasgow-háskóla. Halldór féll frá árið 2010, langt fyrir aldur fram, rétt
nýorðinn fimmtugur, og tók Helgi Skúli kjartansson að sér verkþátt Hall -
dórs nokkrum árum síðar. Á seinni stigum var svo Sumarliði Ísleifsson feng-
inn til að ritstýra verkinu.
Það var í raun eðlilegt að þessi hópur sagnfræðinga stæði að útgáfunni
því rannsóknir þeirra hafa snúist að miklu leyti um viðskipti Íslendinga við
útlönd. Doktorsritgerð Helga Þorlákssonar fjallar um vaðmál í utanlands -
viðskiptum og búskap Íslendinga á þrettándu og fjórtándu öld, Gísli
Gunnars son er helsti sérfræðingur landsins í einokunarverslun Dana og
samskipti Bretlands og Íslands á árunum 1770–1820 eru sérsvið Önnu
Agnarsdóttir. Í doktorsritgerð sinni fjallaði Halldór Bjarnason um það hlut-
verk sem utanríkisverslun gegndi í efnahagslífi Íslendinga á nítjándu öld og
hver þáttur hennar var í atvinnubyltingunni miklu um og eftir aldamótin
1900. Guðmundur Jónsson er annar höfunda Hagskinnu sem hefur að geyma
sögulegar hagtölur um Ísland, og hefur auk þess rannsakað sérstaklega
þróun landsframleiðslu á Íslandi árin 1870–1945. Rannsóknir Helga Skúla
kjartanssonar hafa einkum beinst að Vesturferðum og samvinnufélögum.
Í upphafi töldu höfundar að hugsanlega yrði hægt að koma þessu verki
tiltölulega fljótt frá, enda lægi efnið að mestu þegar fyrir í doktorsritgerðum
þeirra en við nánari athugun reyndist heppilegra að vinna verkið út frá sex
meginstefjum sem höfundar komu sér saman um. Undir stefinu „Ísland og
umheimurinn“ er fjallað um tengsl Íslands við útlönd, samband við erlenda
kaupmenn og miðlun erlendra áhrifa. „Sjálfsþurft og áhrif erlendra mark -
aða“ fjallar um að hve miklu leyti Íslendingar voru sjálfum sér nógir og hve-
nær og að hvað miklu leyti þeir fóru að nýta sér möguleika til útflutnings
— og þar með sérhæfingu — til að afla sér innflutts varnings. Stefið „áhrif
utanlandsverslunar á framleiðslu og atvinnulíf“ víkur að því hvort eftir -
spurn á mörkuðum erlendis eftir íslenskum vörum hafi breytt framleiðslu-
háttum og atvinnulífi í landinu. „Neysluhegðun og áhrif utanlandsverslun-
ritdómar148
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 148