Saga


Saga - 2018, Síða 150

Saga - 2018, Síða 150
verslunina vegna þess hve hún tengist inn „á fjölbreytileg svið þjóðlífsins, framleiðslukerfið, starfshætti fyrirtækja, markaði og sölustarfsemi, þarfir neytenda, tísku, hugmyndir manna um verslun og gróða, stjórnmálaátök og hagsmunagæslu“ eins og Guðmundur Jónsson kemst að orði í formála að sínum hluta ritsins (bls. 113). Ýmsir hafa þó vitaskuld ritað um verslun og viðskipti við útlönd á ákveðnum tímabilum eða út frá tilteknum sjónar - miðum, svo sem fram kemur í heimildaskrá verksins. En heildarverkið hefur vantað. Hugmyndina að verkinu má rekja til umræðna í stjórn Sagnfræði stofn - unar Háskóla Íslands árið 1998 um að stofnunin gæfi út fyrirliggjandi dokt- orsritgerðir sagnfræðikennara á ensku. Í framhaldi af því ákváðu Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson, Anna Agnarsdóttir og Guðmundur Jónsson að taka höndum saman og semja rit á íslensku um utanlandsverslun. Þau fengu til liðs við sig Halldór Bjarnason sem þá vann að doktorsritgerð sinni við Glasgow-háskóla. Halldór féll frá árið 2010, langt fyrir aldur fram, rétt nýorðinn fimmtugur, og tók Helgi Skúli kjartansson að sér verkþátt Hall - dórs nokkrum árum síðar. Á seinni stigum var svo Sumarliði Ísleifsson feng- inn til að ritstýra verkinu. Það var í raun eðlilegt að þessi hópur sagnfræðinga stæði að útgáfunni því rannsóknir þeirra hafa snúist að miklu leyti um viðskipti Íslendinga við útlönd. Doktorsritgerð Helga Þorlákssonar fjallar um vaðmál í utanlands - viðskiptum og búskap Íslendinga á þrettándu og fjórtándu öld, Gísli Gunnars son er helsti sérfræðingur landsins í einokunarverslun Dana og samskipti Bretlands og Íslands á árunum 1770–1820 eru sérsvið Önnu Agnarsdóttir. Í doktorsritgerð sinni fjallaði Halldór Bjarnason um það hlut- verk sem utanríkisverslun gegndi í efnahagslífi Íslendinga á nítjándu öld og hver þáttur hennar var í atvinnubyltingunni miklu um og eftir aldamótin 1900. Guðmundur Jónsson er annar höfunda Hagskinnu sem hefur að geyma sögulegar hagtölur um Ísland, og hefur auk þess rannsakað sérstaklega þróun landsframleiðslu á Íslandi árin 1870–1945. Rannsóknir Helga Skúla kjartanssonar hafa einkum beinst að Vesturferðum og samvinnufélögum. Í upphafi töldu höfundar að hugsanlega yrði hægt að koma þessu verki tiltölulega fljótt frá, enda lægi efnið að mestu þegar fyrir í doktorsritgerðum þeirra en við nánari athugun reyndist heppilegra að vinna verkið út frá sex meginstefjum sem höfundar komu sér saman um. Undir stefinu „Ísland og umheimurinn“ er fjallað um tengsl Íslands við útlönd, samband við erlenda kaupmenn og miðlun erlendra áhrifa. „Sjálfsþurft og áhrif erlendra mark - aða“ fjallar um að hve miklu leyti Íslendingar voru sjálfum sér nógir og hve- nær og að hvað miklu leyti þeir fóru að nýta sér möguleika til útflutnings — og þar með sérhæfingu — til að afla sér innflutts varnings. Stefið „áhrif utanlandsverslunar á framleiðslu og atvinnulíf“ víkur að því hvort eftir - spurn á mörkuðum erlendis eftir íslenskum vörum hafi breytt framleiðslu- háttum og atvinnulífi í landinu. „Neysluhegðun og áhrif utanlandsverslun- ritdómar148 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 148
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.