Saga


Saga - 2018, Blaðsíða 151

Saga - 2018, Blaðsíða 151
ar“ fjallar um að hvaða leyti verslun við útlendinga varð til þess að breyta neysluháttum — og jafnvel framleiðslu — í landinu. „Afstaða Íslend inga til utanríkisverslunar“ er tekin fyrir í fimmta stefinu. Hér er meðal annars vikið að þeirri afstöðu stjórnvalda að vilja stjórna því hvaða vörur væru fluttar inn, í hve miklum mæli og á hvaða kjörum, sem og hverjir ættu að hafa aðgang að þeim. Ráðamenn hafa á öllum tímum varað við innflutningi á óþarfa og munaði og stundum beitt tollum og gjöldum til að hækka verð á þeim vöruflokkum. Sjötta og síðasta stefið er svo „frelsi og stýring“ og þar er fjallað um hvernig versluninni var stýrt og hvernig verð var ákveðið. Þessi stef fléttast vitaskuld saman og misjafnt er á hvert þeirra höfundar hvers hluta leggja mesta áherslu. Fyrra bindið skiptist í þrjá meginhluta. Helgi Þorláksson skrifar um tímabilið frá landnámi til einokunar, Gísli Gunnarsson um einokunarversl- unina á sautjándu og átjándu öld og Anna Agnarsdóttir um utanlandsversl- unina á árunum 1788–1830. Í síðara bindinu fjalla Helgi Skúli kjartansson og Halldór Bjarnason um tímabil fríhöndlunar og frelsis á árunum 1830– 1914, og Guðmundur Jónsson um tuttugustu öldina. Hver hluti skiptist síðan í tiltölulega stutta kafla og undirkafla. Þetta er heppileg uppbygging sem gefur lesandanum möguleika á að finna auðveldlega tiltekið svið eða tímabil. Einstakir hlutar utanlandsverslunarsögunnar eru nokkuð mislangir. Lengst er umfjöllun Guðmundar Jónssonar um árin 1914–2010 — nálega 330 blaðsíður — og hluti Helga Þorlákssonar — um 190 blaðsíður — en aðrir hlutar verksins eru mun styttri. Fyrsta hluta verksins kýs Helgi Þorláksson að skipta í 18 kafla. Í upp- hafskaflanum reifar Helgi stuttlega skrif og skoðanir fræðimanna á utan- landsverslun á miðöldum. Fyrri tíma fræðimenn voru hallir undir þá skoðun að á þjóðveldisöld hafi Íslendingar stundað umfangsmikla verslun við útlönd, aðallega Noreg, sem hafi staðið undir blómlegu efnahags- og menningarlífi. Þegar Íslendingar hafi tapað verslun í hendur útlendinga á þrettándu öld hafi þjóðfélaginu tekið að hnigna, Íslendingar tapað sjálfstæði sínu og nýtt blómaskeið ekki hafist fyrr en þeir voru búnir að ná versluninni til sín um 1900. Helgi telur þvert á móti að utanlandsverslun hafi ekki verið þjóðinni svo mikilvæg fyrstu aldir landnáms og að landsmenn hafi mun meira lagt upp úr sjálfsþurft. Ótrúlegt sé að erlendir kaupmenn hafi gert sér sérstakar ferðir hingað til lands en Íslendingar sem sigldu utan hafa getað haft með sér verðmætan varning. Vararfeldir úr ull hafa hugsanlega verið orðnir stöðluð verslunarvara af tiltekinni lengd og breidd þegar komið er fram á elleftu öld og þar með orðnir samkeppnisfærir við erlenda vöru. Helgi telur hins vegar að „hugmyndir um gullöld á Íslandi fyrir 1200 sem átt hafi sér efnhagslegar forsendur í miklum útflutningi vararfelda og skinna og jafnframt hugmyndir um mikla hnignun eftir 1200 fá[i] vart eða ekki staðist“ (bls. 49). Þvert á móti hafi utanlandsverslun aukist á fyrri hluta þrettándu aldar. ritdómar 149 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.