Saga - 2018, Qupperneq 152
Vaðmál var mikilvægasta útflutningsvara Íslendinga á þrettándu öld og
fram undir 1450. Noregur var langstærsti markaðurinn en þar í landi var til-
tölulega lítið um sauðfé og litla ull að hafa umfram þarfir. Á Íslandi var
þessu öðruvísi farið; á meðalbýlum (20–25 hundraða) hefur nóg verið aflögu
til að greiða í gjöld og kaupa innfluttar vörur. Helgi leggur áherslu á að
Íslendingar hafi verið „mikil vaðmálsþjóð, sauðkindin var mikilvæg, mikla
ull að hafa og konur iðnar við að koma ull í fat og mjólk í mat“ (bls. 23).
Sérstök áhersla er lögð á að lýsa hvernig utanlandsverslunin fór fram
og þann þátt sem stórgoðar áttu í að stýra viðskiptum og verði. Með því
tengir hann verslunina við samfélag miðalda og dregur fram hverjir gátu
keypt af erlendum kaupmönnum, hvað var keypt og á hvaða kjörum.
Ítarlega er fjallað um hafnir og kaupstaði, sérkafli er um tímabilið fyrir 1300,
annar um nýjar hafnir og kaupstaði á fjórtándu öld og sá þriðji um kaup -
staði á sextándu öld, sérstaklega um Hafnarfjörð, sem var höfuðstaður
þýskra kaupmanna á sextándu öld og lengst af í höndum Hamborgara.
Við upphaf fimmtándu aldar verða þáttaskil í sögu Íslands þegar heim-
urinn uppgötvar Ísland, eins og Helgi kemst að orði, og Norðmenn sitja ekki
lengur að einir að Íslandsversluninni. Englendingar í leit að gjöfulum fiski -
miðum fara að venja komur sínar til landsins og enskir og síðar þýskir
kaupmenn taka yfir verslunina. Fiskiöldin gengur í garð og sjávarafurðir,
fyrst skreið, svo saltfiskur og seinna síld, frystar afurðir og fjölbreytt flóra
nútímasjávarútvegs, verða mikilvægustu útflutningsvörur landsins. Það er
ekki fyrr en upp úr síðustu aldamótum að ál nær að velta fiski úr sessi sem
verðmætasta varan.
Gísli Gunnarsson skiptir sínum bókarhluta í sjö kafla sem fjalla um forna
verslunarhætti, verðlagsmál og viðskiptakjör, helstu inn- og útflutningsvör-
ur, framleiðslu og útflutning Íslandsskreiðar, kauphafnir og skipastól, versl-
unarfélag og umdæmakaupmenn einokunartímans og arðinn af einokunar-
versluninni. Gísli byggir sinn hluta einkum á fyrri ritum sínum, Upp er boðið
Ísland og Fiskurinn sem munkunum þótti góður. Handritið að þessum kafla lá
fyrir árið 2007 og Gísli tekur sérstaklega fram í formála að sínum hluta að
hann hafi ekki séð neitt skrifað um tímabil einokunarverslunarinnar sem
hafi gefið honum tilefni til neinna meiri háttar breytinga á handritinu.
Að mati Gísla var verslunareinokunin „eðlileg og óhjákvæmileg ráðstöf-
un á sínum tíma og var sem slík hvorki góð né vond“ (bls. 283). Með ein -
okun hafi aðgengi alls almúga að innfluttri vöru batnað, en fyrri verslunar-
hættir virðast hafa takmarkað rétt fólks til að versla beint við kaupmenn
heldur hafi höfðingjar og landeigendur setið einir að þessum rétti og síðan
selt öðrum varninginn áfram á uppsprengdu verði. Enda þótt verð á fiski
hafi verið lágt í verslunartöxtum hafi sú verðlagning þjónað þeim tilgangi
að niðurgreiða verð á innfluttum vörum. Þá hafi falist í því ákveðin trygging
að einokunarkaupmenn voru skyldaðir til að sigla til landsins hvernig sem
áraði og á margar hafnir víðs vegar um landið. Er leið fram á sautjándu öld
ritdómar150
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 150