Saga


Saga - 2018, Page 154

Saga - 2018, Page 154
valdarán Phelps sápukaupmanns — sem Anna telur hafa verið tilviljun er mátti rekja til þeirra hagsmuna Breta að fá að versla við Íslendinga. Árið eftir gaf Georg III Bretakonungur út tilskipun þar sem „Ísland, Grænland og Færeyjar voru skilgreindar sem hlutlausar byggðir, vinveittar Englandi“ (bls. 330). Samkvæmt tilskipuninni var breskum kaupmönnum frjálst að versla í þessum löndum og stóð svo til stríðsloka. Að stríði loknu höfðu Bretar fullan vilja til að halda versluninni áfram en danska stjórnin heyktist á því að gefa hana alveg frjálsa. Þess í stað var gefin út yfirlýsing í septem - ber 1816 um aukið verslunarfrelsi handa Íslendingum. Enda þótt opnað væri fyrir verslun annarra en Dana voru sett svo há lestargjöld og annar kostnaður að útilokað var að útlendum kaupmönnum gæti þótt hagnaðar- von í slíkum bisness. Aftur á móti var íslenskum kaupmönnum nú heimilað að sigla beint til útlanda með eigin vörur en þurftu ekki lengur að hafa danska milliliði. Anna styðst í bókarhluta sínum bæði við skrif annarra fræðimanna, einkum þó verslunarsögu Sigfúsar Hauks Andréssonar og nýtt rit Guðjóns Friðrikssonar og Jóns Þ. Þórs um kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, sem og sínar eigin rannsóknir sem skipta má í tvennt; umfjöllunin um Napóleonsstríðin byggir á frumrannsóknum hennar en kaflinn um verslun eftir stríðið að mestu á prentuðum frumheimildum. Seinna bindi þessa verks skiptist í tvo hluta. Halldór Bjarnason og Helgi Skúli kjartansson skrifa fyrri hlutann og heitir sá Fríhöndlun og frelsi og nær til tímabilsins 1830–1914. Halldór Bjarnason var sérfræðingur í seinni hluta tímabilsins en hann féll frá áður en honum auðnaðist að búa doktorsritgerð sína um utanlandsverslun Íslands 1870–1914 til prentunar eða vinna úr henni greinar eða bókar kafla til birtingar. Vegna þess hve hann þekkti þetta tímabil vel hafði hann lagt meiri áherslu á að viða að sér efni í fyrri hluta þess tímabils sem hann átti að taka fyrir og lágu drög að þeim köflum fyrir við fráfall hans. Helgi Skúli kjartansson gat því stuðst við þá kafla þegar hann tók við verki Halldórs en þurfti hins vegar að öðru leyti að vinna efni þessa hluta upp úr doktorsritgerð Halldórs. „Af því leiðir að ég á hér mest í því efni sem Halldór var mestur sérfræðingur í,“ segir Helgi Skúli í formála (bls. 13). Þrátt fyrir þessi orð Helga Skúla er mikill fengur í því að rannsóknum Halldórs hafi verið fundinn þessi farvegur til birtingar. Þessum hluta ritverksins er skipt í fernt. Fyrst fylgir kafli um hina alfrjálsu verslun þar sem rætt er um föðurlegt einveldi og síðar frjálslyndari viðhorf til verslunar. Þá er fjallað um vægi og áhrif verslunar, bæði á mæli- kvarða landsframleiðslu en einnig horft til þeirra áhrifa sem efling útflutn- ings hafði á íslenskt þjóðfélag. Greint er frá því hvaða áhrif aukinn og fjöl- breyttari innflutningur hafði á samfélagið, ekki síst þeim breytingum sem urðu á mataræði fólks. Þriðji kafli snýr að umgjörð utanlandsverslunar, þeim tekjum sem Landssjóður hafði á verslunina, en ekki síður samspili verslunar og samgangna og hvernig aukin verslun knúði á um samgöngu- ritdómar152 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 152
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.