Saga


Saga - 2018, Side 161

Saga - 2018, Side 161
grein fyrir stöðu þessa hóps með því einu að skoða lagarammann heldur þurfi einnig að athuga hvort lögum og lagabreytingum hafi verið fylgt eftir. Því sé nauðsynlegt að skoða aðrar heimildir og velta fyrir sér óskráðum reglum samfélagsins ekki síður en þeim sem skráðar eru í lögbækur. Þannig fáist heildstæðari mynd bæði af samfélaginu og þeim einstaklingum sem voru jaðarsettir. Í öðrum hluta bókarinnar greinir höfundurinn frá ýmsum heimildum sem er að finna um förufólk allt frá upphafi Íslandsbyggðar og fram á tuttugustu öld. Undirkaflar eru í tímaröð. Fyrst fjallar hann um stafkarla og göngukonur, tekur fyrir ákvæði Grágásar og Jónsbókar ásamt þeim laga- breytingum sem verða á tímabilinu eftir samþykkt Jónsbókar og til loka fimmtándu aldar. Jón rekur líka ýmsar frásagnir af förufólki sem er að finna í Íslendingasögunum. Í kafla um sextándu öldina er megináherslan lögð á siðaskiptin og þá hvort og hvernig þau hafi haft áhrif á framfærslu fátækra og þurfamanna. Þarna sakna ég þess að Jón hafi ekki nýtt sér rannsókn Lýðs Björnssonar á sögu hreppanna hér á landi í Sögu sveitarstjórnar á Íslandi (1972‒1979). Lýður bendir þar á að vegna þess hve snemma hreppar urðu til hafi verið eðlilegt að þeir tækju að sér framfærslumálefni í stað kirkjunnar líkt og víðast hvar erlendis. Þá bendir Lýður einnig á aukin afskipti kon- ungsvaldsins af málefnum hreppanna og þar með af framfærslumálefnum í kjölfar siðaskipta (bls. 12, 63). Á tímabilinu 1600‒1800 er úr meiri heimildum að moða varðandi föru- mennsku. Tíð harðindi þessa tímabils bera með sér fleiri frásagnir af föru- fólki og kvartanir bænda yfir óbærilegum þyngslum því tengdu. Lög og reglugerðir um málefnið beindust þá í auknum mæli að því að reyna að koma böndum á þennan hóp og ekki síst á hóp þeirra sem virtust velja sér hlutskipti förumannsins frekar en að vinna ærlega vinnu. Bendir Jón á að eftir 1700 verði aukin umræða meðal valdsmanna um mögulegar leiðir yfir- valda til að stemma stigu við fjölgun í þessum hóp. Fjallar höfundur um ýmsar tillögur þar að lútandi, meðal annars flutning förumanna úr landi. Á þessu tímabili fá sýslumenn aukið vald í framfærslumálefnum og lag- aramminn er hertur, þar sem bændur geta átt von á því að verða refsað fyrir að taka til sín förufólk úr öðrum sýslum og refsingar fyrir flakk og föru- mennsku eru hertar til muna. Jón segir hins vegar nýjar víddir opnast með fleiri og fjölbreyttari heimildum á nítjándu öldinni, þar fari rödd alþýðunnar loks að hljóma. Segir hann viðhorf til förufólks breytast á þessum tíma, hætt sé að refsa en í stað þess sé meira um að góðlátlegt grín sé gert að hópnum. Heilt yfir er hér um að ræða býsna góða sögulega samantekt á aðstæðum förufólks í gegnum aldirnar. Þrír síðustu kaflar bókarinnar fjalla um förufólkið sjálft og fyrir höfund- inum vakir að taka dæmi af mismunandi förufólki, bæði til að öðlast betri yfirsýn og til að fjölbreytni hópsins sjáist (bls. 83). Fyrst fjallar hann um hlut- verk förufólksins í samfélaginu, hvernig þessir einstaklingar leituðu leiða til ritdómar 159 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 159
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.