Saga - 2018, Page 164
þriggja veldur ekki straumhvörfum í sagnaritun um þessar könnunar- og
veiðiferðir en vissulega er öldungis ágætt að eiga þess kost að lesa af bók
frásagnir Vigfúsar af verkahring hans, veðurlagi, náttúrufari og ýmsu sem
til bar í ferðunum þremur sem allar voru mjög ólíkar.
Á öndverðri tuttugustu öld var vart eftir nokkur sá kimi á þurrlendi
jarðar sem Vesturlandabúar höfðu ekki komist til — fundið eða uppgötvað
eins og gjarnan var komist að orði — en ýmis torfarin svæði voru enn lítt
rannsökuð, þar á meðal meginjökull Grænlands. Fjöldi könnunarleiðangra
hafði þó verið farinn um Grænland á nítjándu öld, einkum á síðari hluta
aldarinnar, og beinst að strandlengjunni enda ærið verkefni að henda reiður
á henni, geysilöng sem hún er og vogskorin. Grænlandsjökull hafði einnig
freistað landkönnuða en var ekki árennilegur yfirferðar. Leiðangur Norð -
mannsins Fridtjofs Nansen varð fyrstur yfir innlandsísinn árið 1888. Neyttu
leiðangursmenn skíðakunnáttu sinnar og gengu yfir þveran jökul frá
Umivik á austurströndinni til Nuuk (sem þá hét Godthåb) á vesturströnd-
inni. Áður höfðu tveir þekktir landkönnuðir þeirra tíma, Svíinn Adolf Erik
Nordenskiöld og Bandaríkjamaðurinn Robert Edwin Peary, freistað þess að
fara þvert yfir Grænland en orðið frá að hverfa. Þrekvirki Nansens og félaga
hans vakti því mikla athygli og var fagnað mjög af löndum hans. Til marks
um það er að talið er að um þriðjungur íbúa Óslóar hafi tekið þátt í hátíð
sem haldin var til að vegsama landkönnuðinn og afrek hans. Er það aðeins
eitt margra dæma um að landkönnuðum væri fagnað sem þjóðhetjum er
þeir sneru heim úr vel heppnaðri för og minnir á hvílíkar frægðarpersónur
þeir voru á sinni tíð. Robert Peary hélt aftur á Grænlandsjökul árið 1891 og
tókst að þessu sinni að þvera nyrsta hluta hans. Í þeim leiðangri var sann-
reynt að Grænland er eyja.
Fyrsti leiðangurinn sem Vigfús Sigurðsson tók þátt í fór einmitt yfir
þveran Grænlandsjökul þar sem hann er hvað breiðastur og var höfð vetur-
seta á jöklinum. Alls lögðu leiðangursmenn að baki um 1.100 km, um það
bil tvöfalda þá vegalengd sem Nansen hafði farið, og getur ekki farið á milli
mála að í heild var leiðangurinn mikið afrek. Stjórnandi hans, Johan Peter
koch, hafði fengist við landmælingar á Íslandi nokkrum árum áður og það
mun hafa verið hann sem átti hugmyndina að því að nota íslenska hesta
sem burðar- og dráttardýr í leiðangri yfir Grænlandsjökul. Hér var það sem
Vigfús Sigurðsson kom til skjalanna. koch valdi hann til Grænlandsfarar úr
stórum hópi umsækjenda til að annast hvaðeina sem laut að hestunum og
sjá um flutninga með þeim. Vigfús gegndi því miklu ábyrgðarstarfi í leið -
angri kochs og virðist raunar að hefðu hann og hestarnir ekki reynst eins
vel og raun varð á hefði leiðangurinn farið út um þúfur.
Vigfús Sigurðsson var meðal helstu hvatamanna að Gottuleiðangrinum
sem farinn var til Austur-Grænlands sumarið 1929 og dró nafn sitt af sam-
nefndum vélbáti. Leiðangursmönnum tókst það ætlunarverk sitt að ná
sauðnautakálfum lifandi og flytja þá til Íslands. Samtíma blaðafregnir um
ritdómar162
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 162