Saga


Saga - 2018, Blaðsíða 168

Saga - 2018, Blaðsíða 168
var Guðríðarkirkja í Grafarholti vígð 2008 og þá í lúterskum sið. Þetta er náttúrlega nokkur seinkun, en geri aðrir viðurkenndir dýrlingar betur! Margaret Cormack gefur í grein þessari greinagóða mynd af því marg - þætta erfiði, sem fylgdi kirkju- og klausturstofnun og gefur lesendum í leiðinni innsýn í hugarheim miðaldamanna, sem túlkuðu atburði og stað - reyndir á allt annan hátt en nú tíðkast. Greinin er framlag til skilnings á þessum hugarheimi. Elizabeth Walgenbach ritar greinina „Church Sanctuary in Contemp - orary Sagas“, og fjallar hún þar um kirkjugrið og friðhelgi, fyrirbæri, sem voru þekkt í hinum gríska og rómverska heimi fornaldar. Aðalheimildir hennar eru lög (kristinréttur), Íslendingasögur, biskupasögur og ekki hvað síst Sturlunga. Auk kirkna telur hún að klaustur og staðir hafi notið sér- stakrar friðhelgi. Í kirkjum ríkti friður og þar var vopnaburður bannaður. Höfundur ber saman kirkjugrið á Englandi og á Íslandi, en á Englandi voru kirkjugrið viðurkennd sem hluti af dómskerfinu. Viðurlög við brotum á friðhelgi gat verið mismunandi eftir vægi kirkjunnar sem helgistaðar. Á Englandi var unnið með hugtakið glæpur (e. crime), sem tók meðal annars til landráða. Ísland var hins vegar án ríkisvalds á miðöldum og allar mis- gerðir voru bótaskyldar. Hér kom hefndarskylda ættarsamfélagsins til skjal- anna. Höfundur ræðir túlkun fræðimanna á griðastöðum og friðar í ofbeld- isfullu samfélagi og þá hugmynd að það hafi verið stórbændum hvatning að byggja kirkjur á jörðum sínum vegna þeirrar verndar, sem kirkja veitti. Þetta er skemmtilegt umhugsunarefni. Elizabeth nefnir nokkur dæmi um vopnaðar deilur, þar sem þeir sem halloka fóru, flúðu í kirkjur og nýttu kirkjugriðin til friðarsamninga. Íslensk dæmi um hópflótta ófriðarseggja í kirkjur telur hún einstæð. Þetta er áhugaverður punktur. Þá fjallar höfundur um persónur, sem engin grið voru gefin. Útlagar nutu engrar friðhelgi. Grein Elizabethar er stutt og viðfangsefnið afmarkað, en höfundur gerir þessu efni ágæt skil. Þá kemur grein Sverris Jakobssonar, „Frá Helgafellsklaustri til Stapaum - boðs“. Höfundur ver löngu máli í að útlista þátt Sturlunga og annarra stór- höfðingja við Breiðafjörð í staðarvali á kanúkasetrinu að Helgafelli, er kaustrið flutti þangað úr Flatey árið 1184. Í Flatey átti klaustrið enga vaxtar- möguleika hvaða hug svo sem Flateyjarbændur, vinir Sturlunga, báru til þess. Sverrir rekur leikfléttur Sturlunga varðandi eignarhald á Helgafelli. Héraðsríkir höfðingjar hafa alltaf haft hönd í bagga með staðsetningu öflugra stofnana í héraði og hefur svo verið í þessu tilviki. Á Helgafelli var Ágústínusarregla í anda St. Viktorsklausturisins í París og príórinn stjórnaði því í umboði biskups, sem þá var Þorlákur Þórhallssson (1178–1193). Hann var einlægur áhangandi Ágústínusarreglunnar og hefur vafalítið hvatt til stofnunar þessa kanúkaseturs. Varla hafa Sturlungar viljað ganga á móti vilja hans í þessu máli. Sverrir gerir mikið úr jarðeignasöfnun Helgafells - klausturs án þess að gera grein fyrir tilgangi starfseminnar. Á starfstíma ritdómar166 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.