Saga - 2018, Síða 171
kosti á sumrin. Því var ekki að heilsa hérlendis og spurningin snýr að því,
hvar í klaustrum eða í húsakynnum biskupsstóla slík rými voru. Þetta er
mjög gagnleg spurning en hefur ekki enn verið svarað. Í grein sinni bendir
Guðrún Harðardóttir á að uppsmíð klaustra á Íslandi er óþekkt nema vís-
bendingar sem kunna að vera á innsiglum. klausturhús kunna að hafa verið
tvílyft. Þá bendir höfundur á að orðið „scriptorium“ sé vandmeðfarið, það
geti merkt skrifstofa, jafnvel fyrir marga skrifara, það geti merkt samfélag
skrifara eða vísi til sameiginlegs uppruna tiltekinna handrita. Höf undur
veltir fyrir sér fjölda skrifara og lýsenda. Af grein Guðbjargar kristjánsdóttir
í þessu riti er ljóst að mikil og vönduð bókaframleiðsla var á fjórtándu öld í
ritstofu klaustursins á Þingeyrum, sem fjöldi manna kom að. En þeir hafa
kannski ekki þurft að vera allir á sama tíma á staðnum. Þá voru Helga -
fellsbækur fornar margar og bendir til bókagerðar í því klaustri. Höfundur
gerir þann möguleika að umræðuefni að bókagerð í klaustrum hafi verið
tímabundið verkefni og legið niðri, þegar þörfinni hafi verið fullnægt.
Guðvarður ræðir þann möguleika að ritklefi hafi verið svefnklefi munka.
Það er nokkuð hæpið, þar sem klaustrafólk svaf í sameiginlegu „dormitori-
um“. Og þá væri og vandamálið með birtuna óleyst. Guðvarður fjallar í
síðari hluta um rithendur skrifara á handritum og handritabrotum. Ritdóm -
ari er ekki í stakk búinn til þess að meta þennan hluta greinarinnar og er
reyndar þeirrar skoðunar að þetta hefði verið efni í sérstaka grein. Grein
Guðvarðar er á margan hátt áhugaverð og veltir upp mörgum spurningum
um fyrirkomulag og rekstur ritstofa, sem þarf að svara, ef kostur er.
Guðrún Harðardóttir ritar greinina „Myndheimur íslenskra klausturinn-
sigla“ og hefur að viðfangsefni innsigli ábóta, abbadísa og kapítula eða
klaustursamfélaga úr ýmsum klaustrum á Íslandi og einnig í Noregi til
saman burðar. Hún afmarkar verkefnið og rekur sögu rannsókna, heimilda
og þátt Árna Magnússonar og aðstoðarmanna hans. Innsiglin eru flest
jarðfund in úr tini, blýi eða rostungstönn. Þau hafa einnig verið þrykkt í vax-
innsigli, sem hanga á skjölum; erfiðara er að átta sig á myndum og letri á
þeim. Innsigli gefa hugmynd um klæðaburð klausturfólks, til dæmis skrúða
ábóta og klæðnað og höfuðbúnað kristínar abbadísar á Reynisstað. Hún ber
hirðisstafinn enda var abbadís biskup í klaustri sínu. Um útlit kirkna á
miðöldum hefur fátt varðveist. Því er mikill fengur að kapítulainnsiglum frá
Þingeyrum, Reynistað og Munkaþverá, sem kirkjumyndir eru á. Guðrún
vekur athygli á því að þarna geti verið vísbendingar um útlit klausturkirkn-
anna að ræða og bendir á líkindi innsiglismyndarinnar frá Þingeyraklaustri
við Magnúsarkirkju í kirkwall á Orkneyjum. Einnig vitnar hún til upphafs-
stafar í Flateyjarbók, þar sem er mynd af keimlíkri kirkju. Efni greinarinnar
er eðli málsins samkvæmt heldur þurrlegt, en höfundur setur það fram á
skýran hátt og tekst að gæða það lífi og opna glugga inn í raunveruleika
klaustra og klausturfólks á miðöldum.
Guðbjörg kristjánsdóttir á í þessu greinasafni greinina „Handritalýs -
ritdómar 169
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 169