Saga


Saga - 2018, Page 175

Saga - 2018, Page 175
Í meginmáli bókarinnar, sem samkvæmt formála var bæði lesið af ritrýnum og mjög vel völdum nafngreindum yfirlesurum, er vísað til heimildar um sýniker og þau sögð notuð „svo að söfnuðurinn gæti tilbeðið krist utan messutíma“ (bls. 439), ekkert um að „fá sér af“ líkama hans í neinni sjálfsaf- greiðslu, sem væri þó býsna athyglisvert, í ljósi þeirrar viðkvæmni sem sumar heimildir sýna um meðferð náðarmeðalanna. Það er svo líka í meg- inmálinu sem sagt er að sjúkum hafi verið færður „Guðs líkami … á patín- unni eða í sýnikerinu“ (bls. 440), sem þó er varla meint bókstaflega enda er annars staðar nefnt hið rétta ílát til þeirra nota, oblátuskrínið (pyxis, ekki ciborium). Ég skildi það líka bókstaflega þegar sagði um líkneski tveggja dýrlinga, Dóróteu frá Viðey og Barböru frá Skriðuklaustri, að „andlitið“ hafi verið brotið af þeim (bls. 343–344). Sem mér fannst merkilegt af því að það var einmitt ein aðferð myndbrjóta siðskiptahreyfingarinnar til að gera helgi- myndir „óskaðlegar“ og standa þær sums staðar andlitslausar enn í dag. En í framhaldinu kom í ljós að Dórótea er einfaldlega höfuðlaus og höfuðið hafði líka verið brotið af Barböru. Vissulega fylgir andlitið höfðinu, en það er þó ekki sama meðferðin. Eins er fjölvíða að ekki má taka hvert orð alveg bókstaflega, t.d. að biskupakirkjumennirnir ensku, sem liðu píslarvættis- dauða á dögum „Blóð-Maríu“, hafi „aðhyllst lúterska trú“ (bls. 270) — þó guðfræði þeirra væri vissulega svipuð. „Eyðijörð“ er eitt þeirra hugtaka sem Steinunn notar frjálslega, þ.e. um rústasvæðið Trumbsvalir skammt frá bænum á Þingeyrum. Þar fundust miklar rústir, með mannabústöðum bæði frá elleftu og tólftu öld, sem Steinunn kallar dularfulla eyðijörð, „stórbýli í eina tíð“, en hafnar þó ekki gamalli sögn um að þar sé „upphaflegt bæjarstæði Þingeyra“ (bls. 94). Nú eru Þingeyrar jörð og ekki fer hún í eyði þó bæjarhúsin séu færð nokkur hundruð metra. Þetta er meira en orðalagsatriði, því að hugsunin um Trumbs valir sem „jörð“ fær Steinunni til að leggja þær að jöfnu við raun- verulega leigujörð í eigu Þingeyraklausturs, sem í sextándu aldar skjali er nefnd Trumhólar („trumholer“) og þá vissulega í eyði. Það skjal notar hún svo sem tímamark fyrir endalok mannvistar í Trumbsvölum. Víðar bregður fyrir vafasamri notkun fornbréfa og annarra frumheim- ilda. Vígslumáldagi Viðeyjarklausturs segir t.d. — á latínu — hvaða dýrling- um séu helguð ölturu í kirkjunni, m.a. „lvcie“, með samræmdri stafsetningu Luciae, heilagri Lúsíu. Steinunn les „l“ Fornbréfasafnsins sem „I“ og verður úr „Ivcie“ (bls. 342). Þó er eins og hún sjái í gegnum villuna þegar hún segir að sögur allra dýrlinganna hafi verið þýddar á íslensku og vísar því til stuðnings í heimild, m.a. blaðsíðu sem reynist eiga við Lúsíu sögu. Nokkru síðar er hún á báðum áttum, segir „ekki ljóst hvaða dýrlingur Ivcie er“ (ekki eina dæmið um að latneskar aukafallsmyndir séu notaðar sem nefnifall), en „vel má vera“ að átt sé við Lúsíu (bls. 346). Þó sér hún ekki hvers kyns er og lætur villuna standa. ritdómar 173 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 173
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.