Saga - 2018, Blaðsíða 175
Í meginmáli bókarinnar, sem samkvæmt formála var bæði lesið af ritrýnum
og mjög vel völdum nafngreindum yfirlesurum, er vísað til heimildar um
sýniker og þau sögð notuð „svo að söfnuðurinn gæti tilbeðið krist utan
messutíma“ (bls. 439), ekkert um að „fá sér af“ líkama hans í neinni sjálfsaf-
greiðslu, sem væri þó býsna athyglisvert, í ljósi þeirrar viðkvæmni sem
sumar heimildir sýna um meðferð náðarmeðalanna. Það er svo líka í meg-
inmálinu sem sagt er að sjúkum hafi verið færður „Guðs líkami … á patín-
unni eða í sýnikerinu“ (bls. 440), sem þó er varla meint bókstaflega enda er
annars staðar nefnt hið rétta ílát til þeirra nota, oblátuskrínið (pyxis, ekki
ciborium).
Ég skildi það líka bókstaflega þegar sagði um líkneski tveggja dýrlinga,
Dóróteu frá Viðey og Barböru frá Skriðuklaustri, að „andlitið“ hafi verið
brotið af þeim (bls. 343–344). Sem mér fannst merkilegt af því að það var
einmitt ein aðferð myndbrjóta siðskiptahreyfingarinnar til að gera helgi-
myndir „óskaðlegar“ og standa þær sums staðar andlitslausar enn í dag. En
í framhaldinu kom í ljós að Dórótea er einfaldlega höfuðlaus og höfuðið
hafði líka verið brotið af Barböru. Vissulega fylgir andlitið höfðinu, en það
er þó ekki sama meðferðin. Eins er fjölvíða að ekki má taka hvert orð alveg
bókstaflega, t.d. að biskupakirkjumennirnir ensku, sem liðu píslarvættis-
dauða á dögum „Blóð-Maríu“, hafi „aðhyllst lúterska trú“ (bls. 270) — þó
guðfræði þeirra væri vissulega svipuð.
„Eyðijörð“ er eitt þeirra hugtaka sem Steinunn notar frjálslega, þ.e. um
rústasvæðið Trumbsvalir skammt frá bænum á Þingeyrum. Þar fundust
miklar rústir, með mannabústöðum bæði frá elleftu og tólftu öld, sem
Steinunn kallar dularfulla eyðijörð, „stórbýli í eina tíð“, en hafnar þó ekki
gamalli sögn um að þar sé „upphaflegt bæjarstæði Þingeyra“ (bls. 94). Nú
eru Þingeyrar jörð og ekki fer hún í eyði þó bæjarhúsin séu færð nokkur
hundruð metra. Þetta er meira en orðalagsatriði, því að hugsunin um
Trumbs valir sem „jörð“ fær Steinunni til að leggja þær að jöfnu við raun-
verulega leigujörð í eigu Þingeyraklausturs, sem í sextándu aldar skjali er
nefnd Trumhólar („trumholer“) og þá vissulega í eyði. Það skjal notar hún
svo sem tímamark fyrir endalok mannvistar í Trumbsvölum.
Víðar bregður fyrir vafasamri notkun fornbréfa og annarra frumheim-
ilda. Vígslumáldagi Viðeyjarklausturs segir t.d. — á latínu — hvaða dýrling-
um séu helguð ölturu í kirkjunni, m.a. „lvcie“, með samræmdri stafsetningu
Luciae, heilagri Lúsíu. Steinunn les „l“ Fornbréfasafnsins sem „I“ og verður
úr „Ivcie“ (bls. 342). Þó er eins og hún sjái í gegnum villuna þegar hún segir
að sögur allra dýrlinganna hafi verið þýddar á íslensku og vísar því til
stuðnings í heimild, m.a. blaðsíðu sem reynist eiga við Lúsíu sögu. Nokkru
síðar er hún á báðum áttum, segir „ekki ljóst hvaða dýrlingur Ivcie er“ (ekki
eina dæmið um að latneskar aukafallsmyndir séu notaðar sem nefnifall), en
„vel má vera“ að átt sé við Lúsíu (bls. 346). Þó sér hún ekki hvers kyns er og
lætur villuna standa.
ritdómar 173
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 173