Saga - 2018, Page 179
Íslands á árunum um og eftir seinni heimsstyrjöld með „nótur í farteskinu“.
Nóturnar — líkt og í frásögninni hér í upphafi — standa auðvitað fyrir svo
miklu meira en blöð með torkennilegum táknum. Þær standa fyrir
Menningu með stórum staf — menntun, þjálfun, ögun og fegurð sem mætir
fyrir fátæku og fábreyttu samfélagi sem skorti ef til vill allt þetta. En þetta
er líka menning sem — þrátt fyrir allt hið háfleyga og fagra — hafði
umbreyst í andstæðu sína og farið langt með að tortíma sjálfri sér. Þeir sem
hingað komu voru þannig margir á flótta undan stríði og helför, með slitr-
urnar af evrópskri hámenningu, ef til vill reiðubúnir að byrja með óskrifað
blað.
Í bók sinni Með nótur í farteskinu. Erlendir tónlistarmenn á Íslandi 1930–
1960, stígur Óðinn Melsted ákveðnum skrefum út fyrir ramma þessarar frá-
sagnar og segir miklu stærri sögu af viðgangi íslensks tónlistarlífs á téðu
árabili, þótt áherslan sé vissulega á erlenda tónlistarmenn. Í umfjöllun um
stöðu þekkingar og fyrri sagnritun á sviðinu skrifar Óðinn:
Því sem ritað hefur verið um erlenda tónlistarmenn á Íslandi hættir
gjarnan til að miðla ákveðinni mynd af hinum erlendu tónlistarmönn-
um. Maður fær þá tilfinningu að þar hafi verið um fáeina hámenntaða
tónlistarmenn að ræða sem til landsins hafi komið og síðan helgað
íslensku tónlistarlífi krafta sína óskerta (bls. 3).
Í þessari sögu er sjónum gjarnan beint að tónlistarmönnum sem hingað
komu á flótta undan ógnum nasismans á fjórða áratugnum en þeir eru í
raun ekki nema fjórir: Robert Abraham, Hans Edelstein, Victor Urbancic og
Albert klahn (bls. 126). Þannig er sagan tengd stóratburðum mannkynssög-
unnar sem hröktu tónlistarmenn að Íslands köldu ströndum, á meðan inn-
lendir áhrifaþættir og -fólk liggur í láginni. Sama má segja um ólíkar ástæð -
ur og forsendur þess tónlistarfólks sem hingað flutti og tók virkan þátt í
uppbyggingu íslenskrar tónlistarmenningar um skemmri eða lengri tíma.
Með rannsókn sinni dregur höfundur saman og birtir upplýsingar um
stóran og fjölbreyttan hóp erlends tónlistarfólks sem starfaði á Íslandi á fyrri
hluta tuttugustu aldar, alls um 100 manns. Með vísun í fyrri skrif um efnið
segir Óðinn að þar sé oftast einungis fjallað um lítinn hóp nafnkunnra lista-
manna „[e]n ef aðeins verður fjallað um þá sem efst tróna — þjóðþekkta
menn eins og Abraham, Mixa og Urbancic — liggja æði margir óbættir hjá
garði“ (bls. 3). Óðinn velur þá leið að fjalla um þennan hóp sem heild
fremur en að greina feril hinna fáu þekktu. Því vali fylgja miklir kostir að
mínu mati, en einnig hættur sem vikið verður nánar að síðar.
Bókin er tvískipt og leggur höfundur upp með það leiðarljós að nýta
eigin bakgrunn til að rekja söguna frá tveimur hliðum, en sjálfur er hann
alinn upp í Austurríki, sonur íslensks föður og austurrískrar móður. Rann -
sóknin er unnin hér á landi sem hluti af sagnfræðinámi við Háskóla Íslands,
en að baki átti Óðinn tónlistarnám í heimalandinu. Hvort það tvísæi gangi
ritdómar 177
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 177