Saga - 2018, Síða 184
konar mála sé að vænta í þessum heimildum. Hjónaskilnaðir, landaþrætur,
skuldamál og eignamál voru algengustu deilumálin og um helmingur allra
mála í Miðfjarðarsáttaumdæmi. Illyrði og rógburður voru viðfangsefni hátt
í fjórðungs málanna. Önnur voru t.d. erfðir, framfærsla, svik, vistarmál og
almennur ófriður (bls. 39). Um tveir þriðju hlutar mála fengu úrlausn fyrir
sáttanefndinni en þriðjungur var sendur óútkljáður til dómstóla. Borið er
saman við hvernig málstegundir dreifðust miðað við Noreg og Danmörku.
Einnig hefði verið áhugavert að fá hugmynd um stöðuna á Íslandi, sérstak-
lega í ljósi þess að Miðfjarðarumdæmi byggir mikið á landbúnaði.
Framganga réttarfars birtist líka skýrt í þessum bókum, hvað menn
sættu sig við af rökum og framlögðum skjölum, hvernig þau áttu að vera
vottuð og samþykkt, með innsiglum eður ei og hvernig menn leituðu sátta.
Oft er rakið nokkuð nákvæmlega hvernig sáttanefndarmenn mátu rök og
lögðu fram gögn og hvernig þeir leiddu að niðurstöðu. Þarna kemur því
víða fram áhugaverður vitnisburður um iðkun réttarfars (sjá t.d. bls. 68–74).
Hluti sættarinnar var gjarnan að greiða átti til fátækra. Ekki síður varpa
dæmin þar sem sáttanefndin komst ekki að niðurstöðu ljósi á viðteknar venj-
ur í réttarkerfinu. Oft voru færð sérstök rök fyrir því hvers vegna dómstóla-
leiðin væri vænlegri til árangurs fremur en að halda áfram að leita sátta.
Málsmeðferðin sjálf getur líka verið áhugaverð sem slík. Oft eru langar
lýsingar á aðstæðum og framvindu sem sýna nærsamfélagið á fróðlegan
hátt. Sem dæmi má nefna deilur lausamanns og bónda í október 1804 um
skipti á sel. Þar kemur fram hvernig menn mátu laun, fæði, hestlán og fóður
á móti vinnu við ákveðin verk. Aðstæður lausamanna birtast því ljóslifandi
auk þess sem vel sést hvaða verk bændur hafa fengið lausamenn til að vinna
fyrir sig (bls. 56–57). Fleiri dæmi eru um slík ágreiningsmál vegna launa -
mála milli vinnumanna og bænda sem gerð voru upp í vinnu og landaurum
(bls. 105, 158–159). Árið 1846 leystist mál t.d. með þeim hætti að: „Báðir lofa
að vera hvers annars góðkunningjar og sveitarbræður“ (bls. 142). Landaura -
kerfið í sinni fjölbreyttu mynd birtist vel þegar málavöxtum og uppgjörum
er lýst. Ef menn gátu ekki greitt í einum miðli var annar tiltækur, greitt til
kaupmanns að vori, eða tekið út í fóðri og svo framvegis. Varpa málin því
góðu ljósi á verðlag og viðskipti innan sveita og hvernig hagkerfið virkaði
frá degi til dags (sjá t.d. bls. 94–96, 118–119).
Uppnefni og orðaskak urðu greinilega oft að deiluefni milli manna. Á
grasafjalli 1806 féllu orðin „Þið hafið kallað mig kraga og Blesa“, sem
viðmælandinn var öldungis ekki sáttur við (bls. 61). Og árið 1822 lét annar
út úr sér „Þú ert bölvaður gikkur“ (bls. 95), sem áheyrandinn var afar ósátt -
ur við. „Tilhæfulaus fréttaburður“, „ótilbærileg orð“ og „orðaóþægð“ voru
líka tilefni deilna (bls. 106, 131, 149). Sumt var ekki hægt að sætta sig við,
eins og þegar maður nokkur neitaði að taka til baka orð sín „svikari, lygari
og þjófur“ og endaði málið fyrir dómstólum (bls. 168).
ritdómar182
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 182