Saga - 2018, Síða 188
uppruna laga og fornan rétt, en æði margt þarf að skýra í burtu, ef svo má
að orði komast, áður en Ólafslög eru greind í sögulegu samhengi sem forn
réttur frá fyrri hluta elleftu aldar. Í þessu samhengi er einnig vert að muna
að í réttarvitund þrettándu aldar manna voru sögulegar forsendur og forn
venja ― sannarleg, ætluð eða uppgerð ― löghelgandi umfram önnur meðul
venjuréttarins.
Þó er það hin síðari leið sem höfundur fetar í umfjöllun sinni um Ólafs -
lög. Áður en það er gert rekur Long helstu fyrirvara, ítrekar að ekkert sé fast
í hendi og játar fúslega að þögn eldri heimilda þurfi að skýra með einhverj-
um hætti, sem hún gerir tilraun til. Að öðru leyti er ekki fjallað sérstaklega
um Ólafslög í samhengi við réttarheimspeki og lagaritun þrettándu aldar
heldur miðar umfjöllunin umfram allt að því að skýra sögulegt samhengi
hins forna réttar og hlutverk hans í mótun sögulegs og menningarlegs
minnis eins og það birtist í fyrirliggjandi textum. Hér er því fjallað um tengsl
Íslendinga og Noregskonungs á elstu tíð, eins og titill bókarinnar gefur fyrir -
heit um: Iceland’s Relationship with Norway c. 870‒c. 1100. Þetta rímar hins
vegar ekki fullkomlega við inngangskafla rannsóknarinnar, sem rímar betur
við undirtitil bókarinnar en aðaltitil: Memory, History and Identity. Inngangs -
kaflinn er yfirgripsmikill og í honum leggur höfundur áherslu á takmark -
anir tólftu og þrettándu aldar heimilda til þess að vitna um fortíðina ― þær
séu í grundvallaratriðum vitnisburðir um sögulegt og menningarlegt minni
höfundanna eða sagnaritaranna sem á sér rök í samtíð en ekki fortíð. Sagna -
textar miðalda séu því ekki heimildir um sögulegan raunveruleika heldur
hugmyndir samtímamanna um hann. Áhersluþungi höfundar á þetta atriði
kemur fram bæði í aðferðarfræðilegum inngangi, þar sem minnis- og minn-
ingafræði Jans og Aleidu Assmann eru akkeri, og skýrum yfirlýsingum um
að rannsóknin fjalli ekki um sögulegan raunveruleika á elstu tíð heldur hug-
myndir manna á tólftu og þrettándu öld um hann, þ.e. sögulegt og menn-
ingarlegt minni sem mótað er meðvitað og ómeðvitað af þörfum, hagsmun-
um og heimsmynd ritaranna.
Ég gat því ekki varist þeirri skynjun við lestur bókarinnar að hún sé tví-
laga. Undir niðri sé rannsókn á tengslum Íslands og Noregs (einkum kon-
ungs) á níundu, tíundu og elleftu öld, grundvölluð á krítískum lestri yngri
textaheimilda. Þar á ofan leggist fræðileg umræða með áherslu á að við -
fangs efni rannsóknarinnar sé ekki tengsl Íslands og Noregs á nefndum
öldum heldur þvert á móti hugmyndasaga tólftu og þrettándu aldar um það
sama. Til þess að gera langa sögu stutta fannst mér hið efra lag allþykkt í 2.
kafla, þynnra í 3. kafla og slitrótt í 4. kafla. Nú mætti lesandi þessa ritdóms
ætla að mér hefði því fundist feitast á stykkinu nær upphafi en magurt til
endans, en því er öfugt farið: Bókin er öll hin prýðilegasta en vex eftir því
sem á líður að mínu viti. Ég gæti útskýrt þessa afstöðu nánar ef mér væri
gefið meira rúm en stuttur ritdómur, en almennt finnst mér höfundur njóta
sín best í umfjöllun um lög og lagahefð. Ég er ósammála höfundi um margt,
ritdómar186
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 186