Saga


Saga - 2018, Side 194

Saga - 2018, Side 194
eftir að Eggert féll frá. Hún markaði tímamót vegna nákvæmra lýsinga á náttúru landsins en ekki síður á mannlífi og menningu fjarlægrar eyjar sem áður mátti sitja undir furðusögum og margvíslegri þvælu misviturra höf- unda. Frumútgáfan er nú aðgengileg á vefslóð Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns (baekur.is/is/bok/000099709/Vice-Lavmand_Eggert_ Olafsens). Á íslensku kom ferðabókin út í frábærri þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum árið 1943, sem hann svo endurskoðaði og bætti árið 1974. Í inngangi síðari útgáfunnar rétt nefnir hann dagbækur þeirra félaga „sem geymdar eru í Landsbókasafni“ (Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Reykjavík: Örn og Örlygur 1974, bls. xxi). Þær eru nú í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og gegna safnmarkinu ÍB 8 fol. (sjá myndir á Vef. handrit.is/is/manuscript/ view/IB02-0008). Sigurjón Páll gerir nákvæma grein fyrir handritinu í inn- gangi og segir frá tengdum gögnum, varðveittum sem glötuðum (bls. 10– 11). Texta dagbókanna virðast þeir félagar yfirleitt skrifa jafnóðum — og var Eggert vandvirkari — eða þá að þeir félagar hafa tekið saman atburði nokk- urra daga, vafalaust eftir eigin gögnum. Þegar textinn er borinn saman við ferðabókina er niðurstaðan sú að dagbækurnar hafi verið mjög vel nýttar við verkið en þó eru þar fyllri lýsingar á ýmsu og sitthvað um ferðalögin sjálf sem ekki er í hinu formlegra verki (bls. 13). Hér er því á ferðinni einstök heimild sem gefur færi á aukinni þekkingu á íslensku samfélagi en líka á skýrari skilningi á rannsóknarleiðangrinum sjálfum, sem á sínum tíma var á heimsmælikvarða ef svo má segja. Í stuttum inngangi eru gögnin vandlega útskýrð og til dæmis farið nákvæmlega í rithendur með sýnishornum (bls. 12, 15–17). Auk dagbókanna eru svo gefin út gögn sem tengjast leiðangr in - um og síðan útgáfu ferðabókarinnar (bls. 510–734), sem varpa enn frekara ljósi á verkefnið. Markmið þessarar bókar gæti ekki verið einfaldara: „að gera textann aðgengilegan fræðimönnum og öðrum sem áhuga hafa“ (bls. 6). Göfugra getur það heldur ekki orðið og þá nægir líka alveg að vinna textann til útgáfu, með lágmarks útskýringum og góðum skrám — hér yfir staðanöfn og mannanöfn (bls. 735–768). Aðrir þurfa síðan að taka við keflinu! Bókin sjálf er eigulegur gripur og hönnun snyrtileg. Letur er þægilegt og spássíur góðar. Sjálf útgáfan er vönduð ef marka má samanburð á nokkrum blað - síðum. Boðuð aðferð er skynsamleg (bls. 13), til dæmis það hafa ekki stóran staf í nafnorðum, sem Eggert og Bjarni gera stundum og stundum ekki. Annað slíkt atriði, sem ekki er getið, er að haft er nútíma „ø“ þar sem þeir skrifa „ö“. Að gefa út danskan texta frá átjándu öld er ekki einfalt mál og hér — líkt og í ofangreindri útgáfu landsnefndarskjala — tekst mjög vel til. Það eina sem ég myndi vilja setja út á er sú ákvörðun að að nota sviga til auðkenningar á skammstöfunum og styttingum, til dæmis „D(en)“ og „s(om)“. Eggert og Bjarni notuðu sjálfir sviga nokkuð oft, sem þá eiginlega missa marks, og í útgáfunni birtast jafnvel svigar útgefanda innan í svigum ritfregnir192 NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 192
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.