Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 28
27
Bangsímon hefði unað sér vel þar. Þarna uppi búa um 7.000
manns og lifa á búskap, túnin eru ekki stór en slegin allt að sjö
sinnum á sumri. Nokkrar umræður urðu á niðurleiðinni um hvað
gera skyldi ef eitthvað bilaði í kláfunum. Ein hugmynd var að
sveifla belti um strengina og renna sér þannig niður. Það mætti
líka nota brjóstahaldara ef ekkert er beltið, en til þess kom ekki.
Þriðjudagurinn 12. júní var frjáls dagur og fólki bent á Ötzi
safnið sem flestir fóru á. Ötzi var uppi fyrir 5.300 árum og líkams-
leifar hans fundust í ítölsku Ölpunum árið 1991. Tveir Þjóðverjar
fundu hann þar sem einhver hluti hans var kominn undan jökli,
en stöðugur freri var ástæða þess hve vel hann hafði varðveist
allan þennan tíma. En þá reis milliríkjadeila, hver skyldi eiga
gripinn. Þjóðverjar fundu en á ítölsku landi og það nægði til að
Ítalía hreppti Ötzi og það sýnist sem eftir nokkru hafi verið að
slægjast. Þriggja hæða stórhýsi til sýningarhalds og geymslu með
tilheyrandi frystiklefa. Öryggisvarsla er í hámarki, reyndar eru
áhöld um hvort nokkur lifandi þjóðhöfðingi fái aðra eins vörslu.
Miklar rannsóknir hafa farið fram á Ötzi og þeim búnaði sem
honum fylgdi. Hann var 165 sm á hæð, 50 kg á þyngd og nálægt
45 ára gamall. Hann hafði neytt matar einni klukkustund fyrir
dauða sinn þegar spjótsoddur grandaði honum. Boga hafði hann
úr íbenholtzviði sem að vísu vantaði strenginn. Þá hafði hann
nettan tálguhníf með askskafti, svipaðan svissneskum hnífum í
dag. Þá kemur að merkilegu atriði sem er öxin en hún hefur blað
úr kopar en kopar var ekki talinn hafa verið til staðar fyrr en 1000
árum síðar. Föt voru nokkuð heilleg og sérstaklega húfan hans
sem fannst skammt frá honum. Margt fleira merkilegt hefur kom-
ið í ljós við rannsóknir á Ötzi sem of langt yrði að fjalla um hér.
Klukkan 17 fóru flestir upp í rútu til kvöldverðar í Haselburg
kastala sem er í útjaðri bæjarins, en hann er frá árinu 1248. Kast-
ali þessi stendur á nokkuð háum klettahöfða svo þaðan má sjá til
allra átta ef óvini bæri að og allir möguleikar á að senda þeim
kveðju sem þeir skildu, gegnum vaktglufur virkisveggjanna. Þarna
var mjög skemmtilegt að koma og stemmingin ágæt. Aðalréttur-
inn var hægsoðinn kálfabógur (í u.þ.b. 25 klst.) sem var kannski
ágætur. Að lokinni máltíðinni var haldið heim í koju.