Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 31
30
Við röltum ásamt fleirum til að skoða hús Mariu Callas. Hún
hefur sýnilega búið nokkuð vel. Kannski hefur Onassis lagt eitt-
hvað með sér meðan hans naut við áður en hann sneri sér á hina
hliðina og tók saman við Jackie Kennedy. Síðan var safnast saman
við kastalann sem er áberandi kennileiti upp af höfninni og það-
an var þrammað að rútunni sem flutti okkur að stað sem heitir
San Martino della Battaglia. Þetta svæði geymir átakanlega sögu
sem er bardaginn við Solferino 24. júní árið 1859. Þarna börðust
300.000 manns sem voru Austurríkismenn undir forystu Franz
Joseph keisara á móti Frökkum og Ítölum sem voru undir stjórn
Napoleons þriðja og Victors Emmanuels og endaði með að 40.000
manns lágu í valnum. Í langan tíma voru hinir föllnu og hálfdauð-
ir hermenn á stóru svæði án umhirðu. Svisslendingurinn Henri
Dunant varð vitni að þessum bardaga sem stóð í 15 klukkustund-
ir. Henri stjórnaði hjálpar- og aðhlynningarstarfi eftir átökin og
varð það upphafið að stofnun Rauða krossins. Við jarðabætur og
Stjórn kórsins og makar. Efsta röð frá vinstri: Haukur Óskarsson,
Trausti Sveinbjörnsson, Páll Pálsson. Miðröð: Ragnheiður Thoroddsen,
ritari, Ingólfur Karlsson, Herdís Kristjánsdóttir, gjaldkeri, Gíslína
Gunnsteinsdóttir, varaformaður, Haukur Guðjónsson, formaður.
Fremsta röð: Helga Jónsdóttir, meðstjórnandi og Vilborg Guðnadóttir.