Strandapósturinn - 01.06.2019, Síða 33

Strandapósturinn - 01.06.2019, Síða 33
32 svæðið var þétt skipað farandsölum með bása sína. Það var heitt í veðri, vel yfir 30 stig. Einhverjir leigðu sér báta og sigldu og jafn- vel syntu í vatninu. Þeir sem ekki fóru niður í bæ til að borða fengu sér mat á hótelinu við lítinn fögnuð starfsfólks, þó aðallega yfirmannsins. Hann brást hinn versti við og sagði að við hefðum átt að panta með fyrirvara. Helst vildi hann ná í fararstjórann til að skamma hann. Laugardagur 16. júní. Þá var heimferðardagurinn runninn upp og rútan lagði af stað kl. 10 áleiðis til Mílanó en þaðan var flogið frá Malpensa flugvelli. En þetta var ekkert ómerkilegt skutl að flugvelli því þennan dag var nefnilega fótboltaleikur á HM í Rússlandi á milli Íslands og Argentínu. Það var mikill hugur í fólki og meiningin að horfa á leikinn á krá í Mílanó sem heitir Carlsberg Ol. Fríða og Ragnar Torfabörn höfðu veg og vanda að undirbúningi. Fríða hafði verið í sambandi við Íslendingafélagið á svæðinu sem benti henni á að Íslendingar yrðu á fyrrnefndri krá og þar væru stórir sjónvarpsskjáir og pláss fyrir allan hópinn. Við vorum því ekki einu Íslendingarnir á staðnum. Ragnar var hins vegar á heimavelli með andlega uppbyggingu og stemmingu fyrir stórleikinn. Hann hafði ásamt Vilberg samið mergjað baráttuljóð við rússneskt sönglag sem er betur þekkt sem lagið „Those were the days“ í flutningi Mary Hopkin. Vilberg fann orðin og Ragnar raðaði þeim saman. Ljóðið er svona: Í Rússlandi við förum brátt að sparka. Á heimsmeistaramóti er okkar lið. Í Mílanó er Strandakór að arka. Við munum standa þétt við þeirra hlið. Argentína er ekkert mál. Köllum af lífi og sál, Áfram Ísland, Ísland hrópum við. Nú er svaka fjör, og gleðin ræður för og Argentínu sendum bara heim. Þetta var sungið á kílómeters fresti á leiðinni og mátti glöggt greina að spenna og hugur jókst við hvern flutning og þá var til- ganginum náð. Við komum kl. 12 til Mílanó þar sem öllum var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.