Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 43
42
Fyrir höfnina og sveitarfélagið skipta landanir talsverðu máli,
sem tekjuliður, en þó er líka rétt að taka fram að skipaumferð er
ekki aðeins bundin við fiskiskip og báta.
Árið 2014 skiluðu 132 lögaðilar á atvinnusvæðinu Strandir og
Reykhólar framtölum. Er hér um aukningu að ræða frá árinu
2008, en þá voru lögaðilar 111. Flest þessara fyrirtækja eru í út-
gerð, eða 40, þar á eftir eru fyrirtæki í byggingarðinaði eða 15, og
þar á eftir koma fyrirtæki í landbúnaði og fasteignaviðskiptum.
Fyrirtæki sem reka gistiheimili og veitingahús eru níu í hvorum
flokki.
Sveitarfélagið er stærsti atvinnurekandinn í Strandabyggð og
rekur grunnþjónustudeildir eins og; íþróttamiðstöð, áhaldahús,
leikskóla, grunnskóla, tónskóla o.s.frv. Starfsmannafjöldi sveitar-
félagsins er milli 70 og 80 manns í um 40 stöðugildum. Aðrir stór-
ir atvinnurekendur eru Kaupfélag Steingrímsfjarðar með 32
starfsmenn og Hólmadrangur með um 25 starfsmenn, samkvæmt
gögnum Vestfjarðastofu.2
Auk þeirra vinnustaða sem hér hafa verið taldir upp má nefna
Vegagerðina og Orkubúið sem hvoru tveggja eru mikilvægar
rekstrareiningar og mikilvæg forsenda þess þjónustustigs sem
boðið er uppá í Strandabyggð. Þá má ekki gleyma heilbrigðis-
stofnuninni, Sýslumanninum á Vestfjörðum, Sparisjóði Stranda-
manna, Póstinum, Sjóvá, Trésmiðjunni Höfða, Café Riis og
Strandagaldri auk fjölda verktaka og einstaklingsfyrirtækja.
Þrátt fyrir þessa upptalningu, vantar í nokkur störf í Stranda-
byggð um þessar mundir og er þar helst að nefna að sveitarfélag-
ið vantar pípulagningarmann, rafvirkja, íþróttakennara og al-
menna leik- og grunnskólakennara auk starfsmanns á skrifstofu
sýslumanns.
Landbúnaður á Ströndum
Samkvæmt fjallskilaseðli Strandabyggðar, stóð fjáreign nánast í
stað í Strandabyggð milli áranna 2016 til 2017, eða úr 9.607 í
9.612 kindur. Fjöldi býla sem taka þátt í leitum samkvæmt
fjallskilaseðli er rétt rúmlega 20 bæir í landi Strandabyggðar.
2 Vestfjarðastofa, María Maack, Uppfærð Stöðugreining, Strandabyggð, 2018