Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 60
59
Hallvarður Hallsson fæddist árið 1723. Hann bjó seinni hluta ævi
sinnar í Skjaldabjarnarvík. Um hann hefur allmikið verið ritað,
t.d. skráði fræðimaðurinn Gísli Konráðsson margt um ævi hans
og þær frásagnir má finna í ritinu „Vestfirskar sagnir“ sem kom út
árið 1945 en víða má finna eitt og annað sem ritað er um Hallvarð.
Hallvarður lést 29. maí 1799 og þegar kom að því að flytja átti
lík hans til greftrunar í Árnesi var ekki um annað að ræða en að
fara sjóveg. En þá brá svo við að skall á foraðsveður, aftur var reynt
síðar en það fór á sömu leið, veðrið rauk upp og ekkert sjóveður
var.
Hallvarður var þá jarðsettur í Skjaldabjarnarvík enda hafði
hann lagt svo fyrir, fyrir andlát sitt að þar vildi hann hvíla. Út frá
þessari greftrun urðu nokkur eftirmál og eru þau mál vel rakin í
riti sem út kom árið 2015 og heitir það „Á hjara veraldar“ eftir
Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
Í áðurnefndri bók „Vestfirskar sagnir“ segir svo frá Jóni Odd-
syni, f. 1776, d. 1837.
Jón Oddsson hét maður, er síðan bjó í Skjaldabjarnarvík. Guðrún
Jónsdóttir hét kona hans og var að sögn frændkona Hallvarðs. Hún var
mikill fyrir sér og skapstór. Magnús hét son þeirra. Hann tók það ráð, að
heita á Hallvarð að birta sér í draumi, það er sér þætti miklu varða, bæði
þá er honum var vant sauða, og svo er hann reri til fiskjar og annarra
veiða. Lagðist hann þá á leiði hans og vildi vita hvað sig dreymdi. Hon-
um þótti Hallvarður koma að sér og segja: „leggstu ekki á höfðahlutann“.
Síðan svaf Magnús jafnan á fótahlutanum og þóttist þá jafnan verða
nokkurs vísari.“
Guðmundur G. Jónsson
frá Munaðarnesi
Hallvarðssjóður