Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 73

Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 73
72 halda svo og svo mörg leigukúgildi og greiða leigu af þeim og í flestum tilfellum að annast endurnýjun þeirra á eigin kostnað ef þau misfórust með einhverjum hætti. Miðað við aðstæður til bú- skapar á strönd Steingrímsfjarðar og Húnaflóa voru kvaðirnar slíkur baggi að leiguliðum tókst aldrei að rétta almennilega úr baki og koma undir sig fótunum. Leiguliðinn var þannig fastur í fátækragildru frá fyrsta til síð- asta andvarps, eins og segir í ljóðinu: „Fátækt höfðu þeir vaknað við,/er vissu þeir fyrst af þessu lífi“6. Til að komast af reyndi leiguliðinn ásetning langt umfram það sem jörðin gat framfleytt, sem olli því að ef harðnaði í ári þá hrundi bústofninn og allar bjargir þrutu, sveitarfélagið þurfti að hlaupa undir bagga með fjölskyldunni og bóndinn lenti á skrá yfir „þurfabændur“, kominn í skuld við sveitarfélagið. Dæmi finnast um undantekningar frá fátæktarreglunni þar sem menn efnuðust jafnvel svo vel að sögum fór af. Til þess að svo mætti verða urðu nokkur skilyrði að fara saman: i) bóndinn varð að vera sjálfseignarbóndi, eiga sjálfur sína jörð og þar af leiðandi laus undan leigum og kvöðum; ii) jörðin þurfti að liggja vel við landi og/eða sjó, vera landkostajörð eða hlunnindajörð sem gæfi möguleika á myndarlegum búskap og/eða sjómennsku; iii) við- komandi bóndi þurfti að búa yfir kunnáttu til að nýta sér gæði lands og sjávar; og í seinasta lagi iv) að vera áræðinn, útsjónar- samur, heilsuhraustur og fylginn sér. Þar sem þessi skilyrði voru öll til staðar var góður möguleiki á að efnast og lifa gjöfulu og góðu lífi, en öll þessi skilyrði voru aldrei í boði fyrir leiguliðann, þar vantaði alltaf nokkuð upp á. Eins og áður segir lögðust stofnanir samfélagsins, ríkisvald og kirkja, saman á eitt að viðhalda ríkjandi ástandi og meðan það ástand varði og fólk átti ekki að neinu öðru að hverfa en kotbú- skap, var engin von á varanlegum breytingum. Saga Gísla ríka í Bæ á Selströnd er undantekning, hún er saga manns sem hafði bæði kunnáttu og þrek til að nýta möguleikana sér og sínum til framdráttar, öll skilyrðin fjögur voru til staðar og honum í hag og hann kunni að vinna úr möguleikunum. Hefst nú að segja frá Gísla ríka Sigurðssyni. 6 Í Hákarlalegum eftir Jakob Thorarensen, 14. erindi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.