Strandapósturinn - 01.06.2019, Síða 74
73
Maður var nefndur Sigurður Jónsson, fæddur 1744 og látinn
1787. Sigurður þessi ólst upp hjá foreldrum sínum á Borðeyri við
Hrútafjörð og tók við búi að þeim látnum og bjó þar til 1781,
þegar fjölskyldan tók sig upp og flutti að Kollabúðum í Þorska-
firði í Barðastrandasýslu, á heimaslóðir konu hans. Kona Sigurð-
ar var Ragnheiður Jónsdóttir, fædd á Kollabúðum 1748 og látin á
sama stað 17837. Þau eignuðust fjögur börn: Þóru f. 1776, d. 1779;
Jón f. 1777, d. 1852; Þóru f. 1779, d. 1780; Gísla f. 1783, d. 1862.
Aðeins drengirnir Jón og Gísli komust til fullorðins ára og
koma þeir báðir við þessa sögu.
Annar bróðirinn, Jón Sigurðsson, kvæntist Guðrúnu Aradóttur,
(f.1784, d. 1861) og eignuðust þau níu börn sem voru:
Sigurður Johnsen, f. 1811, d. 1870, kaupmaður í Flatey; Jón, f.
1812, d. 1866, bóndi á Víðidalsá 1845–1866; Ari, f. 1814, d. 1873;
Magnús, f. 1816, d. 1886; Ragnheiður, f. 1818, d. 1917; Helgi, f.
1821, d. 1875; Gísli, f. 1823, d. 1894; Jón, f. 1824, d. 1883; Samúel,
f. 1825, d. 1901.
Jón Sigurðsson bjó fyrstu árin á Barðaströndinni, en flutti síðar
að Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 1837, þar sem hann bjó til ævi-
loka 1852. Ekki er margt að finna um ævi og starf Jóns annað en
það að í Æviskrá Dalmanna er þess getið sérstaklega, að hann hafi
„verið merkismaður.“
Hinn bróðirinn, Gísli, fæddist á Kollabúðum. Hann ólst þar
upp hjá foreldrum sínum og gerðist snemma svo röskur til allra
verka, ekki síst sjómennsku, að honum safnaðist meira fé en al-
mennt gerðist með unga menn þar í sveit, svo hann hlaut þá strax
auknefnið „hinn ríki“, maður ekki orðinn tvítugur.
Leiða má líkum að því, að honum hafi þótt þröngt um sig á
Kollabúðum og því haft augun hjá sér hvort ekki byðist annað
betra en að kúldrast í þröngu sambýli á leigujörð.
Norður í Strandasýslu á Kaldbak í Kaldbaksvík í Kaldrananes-
hreppi bjuggu hjónin Jón Sveinbjarnarson ( f. 1737, d. 1802) og
Guðrún Guðmundsdóttir (f. 1746, d. 1836) ásamt tveim dætrum
sínum, Solveigu f. 1789, d. 1866 og Guðrúnu, f. 1791, d. 1860.
Kaldbakur er fornfrægur í sögunni því þar settist að landnáms-
maðurinn Önundur tréfótur, afi Grettis Ásmundarsonar. Önund-
7 Upphaf Skaftárelda 8. júní 1783.