Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 75
74
ur varð landflótta frá Noregi og þar sem land var nær fullnumið
og aðeins eftir ónumin svæði á útnesjum, varð Kaldbaksvík fyrir
valinu. Honum fannst hlutskipti sitt illt eins og hann sagði sjálfur:
„...hreppti Kaldbak en lét akra.“
En þrátt fyrir orð Önundar var að mörgu leyti lífvænlegt að búa
í Kaldbaksvíkinni, þar var ofurlítið undirlendi, útræði sæmilegt
og stutt á miðin.
Snemma árs 1803 spyrst það vestur á Barðaströnd að bóndinn
Jón á Kaldbak sé látinn og ekkjan, Guðrún Guðmundsdóttir, sé
að svipast um eftir dugandi ráðsmanni. Gísli á Kollabúðum hefur
spurnir af þessu, eins og aðrir þar um slóðir og sýnist að hér sé
komið tækifærið sem hann hafi beðið eftir.
Á þessum tíma gerðust ungir menn, sem vantaði jarðnæði,
gjarnan ráðsmenn hjá efnuðum eldri ekkjum og hlutu stundum í
staðinn bæði kvonfang og jörð, hvort tveggja eftirsóknarvert á
tímum þar sem jarðnæði lá ekki á lausu og tækifæri til að gerast
sjálfseignarbóndi nær engin með öðru móti.
Þarf ekki að orðlengja það að Gísli réð sig sem ráðsmann að
Kaldbak og gerðist þar ráðdeildarsamur með umsvif bæði á sjó og
landi. Á bænum voru tvær dætur Guðrúnar, Solveig og Guðrún,
eins og áður segir. Þrátt fyrir ungan aldur Solveigar, hún 14 ára og
hann 20 ára 1803, renndi Gísli hýru auga til hennar og án þess að
orðlengja það frekara fæðist þeirra fyrsta barn, Jón árið 1807, en
þau urðu alls tíu systkinin áður en yfir lauk.
Hér var snöfurmannlega að verki staðið.
Víkur nú sögunni að Bæ á Selströnd þar sem bræður Guðrúnar
á Kaldbak bjuggu, þeir Jörundur (f. 1740, d.1806) og Guðmund-
ur (f. 1746, d.1832). Þeir voru báðir ókvæntir, en höfðu búið þar
með móður sinni, Solveigu Jörundsdóttur 1710 –1797. Aldurinn
var tekinn að færast yfir Bæjarbræður og þegar Jörundur féll frá
var Guðmundur orðinn einn eftir ásamt vinnufólki sínu og öllum
ljóst hvert stefndi.
Heima á Kaldbak hafði Gísli tekið við öllum búsforráðum og
fór mikinn og hafði fullan hug á að auka við sig gæfist tækifæri til.
Það tækifæri kom fyrr en varði.