Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 76
75
Þann 15. mars 1821 kaupir Gísli Grímsey á Steingrímsfirði af
Guðmundi í Bæ á Selströnd. Í kaupsamningnum er Gísli skráður
hreppstjóri, búandi á Kaldbak.8
Í veðmálabókinni er ekki að finna neinn kaupsamning um
kaup Gísla á Bæ á Selströnd þannig að líklegt er að hann hafi
eignast hann með erfðum eða að gjöf en fjórum árum síðar,
1824,9 flutti hann allt sitt fólk og fénað að Bæ á Selströnd, þar sem
hann bjó til dauðadags 1862.
Þannig eignaðist Gísli Bæ á Selströnd ásamt Grímsey á Stein-
grímsfirði og hafði auk þess öll umráð yfir Kaldbak, sem þau hjón
síðar erfðu við lát Guðrúnar tengdamóður hans.
Í sálnaregistrinu frá árinu 1828 voru þau Gísli og Solveig skráð
húsbóndi og húsmóðir í Bæ. Þar voru börn þeirra skráð tíu talsins
og einnig voru þar skráð til heimilis systkinin Guðmundur Guð-
mundsson 81 árs og Guðrún Guðmundsdóttir 82ja ára, en í
athugasemdum stendur aftan við nöfn þeirra: „uppeldi í aldur-
dómi ig10“ og hvers vegna ætli gamalmennin séu þar í þakklæti?
Jú vegna þess að Guðmundur arfleiddi Gísla að jörðum sínum og
lausum aurum, ef undan er skilin jörðin Hella á Selströnd, sem
hann arfleiddi Guðmund son Gísla að, og Grímsey sem Gísli
keypti 1821 eins og áður sagði.
Alls voru skráð í heimili átján manns þetta ár og þess getið sér-
staklega að á bænum séu bækur bæði nægar og góðar til upp-
fræðslu. Til gamans má geta þess að í sálnaregistrinu frá 1793 eru
aðeins skráðar tvær bækur í Bæ á Selströnd, þannig að eitthvað
hefur bókhneigðin og bókakosturinn vaxið með nýjum húsbænd-
um.
Gísli og Sólveig eignast tíu börn:
Jón 1807–1839
Guðmundur 1808–1852
Jörundur 1810–1884
Gísli 1811–1853
Ragnheiður 1813–1894
Sólveig 1816–1846
8 Veðmálabók Strandasýslu 1801–1842, samningur nr. 41.
9 Pétur Jónsson frá Stökkum; Strandamannabók, Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1947;
bls. 207.
10 Ig= þakklæti.