Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 78
77
með Fitjum, Víðidalsá og ½ Hrófá í Hrófbergshreppi og Guð-
laugsvík í Bæjarhreppi.
Þetta voru meiri eignir en samtíðamenn þekktu í eign nokkurs
eins bónda, þannig að óhætt er að fullyrða að Gísli hefur verið
með auðugustu mönnum á landinu á sinni tíð.16
Þau Bæjarhjón voru ráðdeildar- og fyrirhyggjusöm í alla staði
og til marks um það, þá skiptu þau jörðum sínum á milli níu
barna sinna, en Jón sonur þeirra var látinn þegar kom að þessari
gjörð.17 Til skiptanna komu tólf jarðir og því hefur meira en ein
jörð komið í hlut hvers. Jörðin Gjögur kom ekki til skipta því Gísli
ákvað að jarðaleigan af Gjögri skyldi renna óskipt til konu hans,
svo hún hefði sjálf vasafé úr að spila.
Af þessu má ráða að nokkurt jafnræði hafi ríkt á milli hjón-
anna.
Auk þessa, þá gáfu þau hverju barni sínu snemmbæra kú og
ungan hest með öllum reiðtygjum þegar þau giftust. Þessar gjafir
hafa verið gott innlegg í byrjandi búskap unga fólksins og nýst
flestum vel.
Tvö barnanna, Sigurður og Þóra, fluttu til Vesturheims, Sigurð-
ur 1883 og Þóra skömmu eftir 1880.
Það er engum vafa undirorpið að Gísli og Solveig hafa verið
mikilhæft dugnaðarfólk, sem létu að sér kveða í samfélaginu.
Gísli var lengi hreppstjóri og sem slíkur rak hann eitt sinn ill-
skeyttan flakkara, Sigurð rauða, úr hreppnum. Sigurður þessi var
grimmur við fólk og hafði uppi ógnandi framkomu hvar sem
hann kom og mátti heimilisfólk sín lítils gegn honum. Eitt sinn
frétti Gísli að Sigurður væri kominn í hreppinn og færi ógnandi
að venju á milli bæja. Hann ákvað að fara til móts við hann, tók
broddstaf mikinn og þungan, sem hann átti og kvaddi vinnu-
mann með sér til fylgdar. Hann hitti Sigurð fyrir á Ásmundarnesi
í Bjarnarfirði og eftir nokkur orðaskipti lagði Sigurður á flótta
undan Gísla, sem fylgdi honum eftir í Steingrímsfjarðarbotn, þar
16 Undirritaður hefur reynt að átta sig á heildarverðmæti eigna Bæjarhjónanna
þegar mest var miðað við verðlag ársins 2000. Varlega áætlað er heildarverðmæti
eignanna ekki undir 150–200 milljónum króna, fer eftir því hvað jarðirnar eru
reiknaðar á háu verði. Sjá forsendur útreikningsins síðar í neðanmálstexta.
17 Líklega gefa þau börnum sínum jarðirnar í kringum 1843 því árið 1845 flytur
Kristín dóttir þeirra á Víðidalsá.