Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 78

Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 78
77 með Fitjum, Víðidalsá og ½ Hrófá í Hrófbergshreppi og Guð- laugsvík í Bæjarhreppi. Þetta voru meiri eignir en samtíðamenn þekktu í eign nokkurs eins bónda, þannig að óhætt er að fullyrða að Gísli hefur verið með auðugustu mönnum á landinu á sinni tíð.16 Þau Bæjarhjón voru ráðdeildar- og fyrirhyggjusöm í alla staði og til marks um það, þá skiptu þau jörðum sínum á milli níu barna sinna, en Jón sonur þeirra var látinn þegar kom að þessari gjörð.17 Til skiptanna komu tólf jarðir og því hefur meira en ein jörð komið í hlut hvers. Jörðin Gjögur kom ekki til skipta því Gísli ákvað að jarðaleigan af Gjögri skyldi renna óskipt til konu hans, svo hún hefði sjálf vasafé úr að spila. Af þessu má ráða að nokkurt jafnræði hafi ríkt á milli hjón- anna. Auk þessa, þá gáfu þau hverju barni sínu snemmbæra kú og ungan hest með öllum reiðtygjum þegar þau giftust. Þessar gjafir hafa verið gott innlegg í byrjandi búskap unga fólksins og nýst flestum vel. Tvö barnanna, Sigurður og Þóra, fluttu til Vesturheims, Sigurð- ur 1883 og Þóra skömmu eftir 1880. Það er engum vafa undirorpið að Gísli og Solveig hafa verið mikilhæft dugnaðarfólk, sem létu að sér kveða í samfélaginu. Gísli var lengi hreppstjóri og sem slíkur rak hann eitt sinn ill- skeyttan flakkara, Sigurð rauða, úr hreppnum. Sigurður þessi var grimmur við fólk og hafði uppi ógnandi framkomu hvar sem hann kom og mátti heimilisfólk sín lítils gegn honum. Eitt sinn frétti Gísli að Sigurður væri kominn í hreppinn og færi ógnandi að venju á milli bæja. Hann ákvað að fara til móts við hann, tók broddstaf mikinn og þungan, sem hann átti og kvaddi vinnu- mann með sér til fylgdar. Hann hitti Sigurð fyrir á Ásmundarnesi í Bjarnarfirði og eftir nokkur orðaskipti lagði Sigurður á flótta undan Gísla, sem fylgdi honum eftir í Steingrímsfjarðarbotn, þar 16 Undirritaður hefur reynt að átta sig á heildarverðmæti eigna Bæjarhjónanna þegar mest var miðað við verðlag ársins 2000. Varlega áætlað er heildarverðmæti eignanna ekki undir 150–200 milljónum króna, fer eftir því hvað jarðirnar eru reiknaðar á háu verði. Sjá forsendur útreikningsins síðar í neðanmálstexta. 17 Líklega gefa þau börnum sínum jarðirnar í kringum 1843 því árið 1845 flytur Kristín dóttir þeirra á Víðidalsá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.