Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 82
81
Soffía 1849– 1850
Sigurður 1851–1890, flytur til Vesturheims
Ragnheiður 1851–1932
Jóhanna 1852–1852
Kristjana 1854–1939
Jóhann 1859–1894
Jónína 1862–1869
Eins og áður er getið andaðist Jón bóndi 1866 en Kristín stóð
áfram fyrir búi til ársins 1871 að sonur hennar Gísli tók við jörð
og öllum búsforráðum.
V
Víðidalsá 1871–1962
Allt frá dögum Jóns og Kristínar var Víðidalsá höfðingjasetur.
Gísli Sigurðsson gaf dóttur sinni jörðina og færði henni í brúðar-
gjöf snemmbæra kú og reiðhest með öllum reiðtygjum. Þessi
stóra gjöf renndi svo traustum stoðum undir hagsæld bænda á
Víðidalsá, að hún dugði þeim fram yfir miðja 20. öld.
Til viðbótar við hagstæða byrjun á Víðidalsá árið 1845, voru
þau hjón ráðdeildarsöm, lík foreldrum sínum, svo að þeim safn-
aðist auður frekar en hitt.
Þessi ára fylgdi ættinni áfram þegar sonur þeirra, Gísli Jónsson
(f. 1847, d. 1912), tók við búinu 1871 og bjó þar við ágætan orðstír
til ársins 1906.
Kona Gísla, Sigríður Jónsdóttir (f. 1843, d. 1914), fæddist á
Laugabóli í Ísafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Árnason, fæddur í Arnardal í Skutulsfirði, og Helga Jónsdóttir,
fædd á Eyri í Gufudalshreppi, A.-Barðastrandarsýslu. Jón faðir
Sigríðar var þrígiftur og átti samtals tólf börn, þar af fimm með
Helgu Jónsdóttur, 1808–1848. Frá Sigríði í föðurætt liggja ættir
vestur á firði, Arnardalsætt, og bjó afi hennar, Árni Jónsson, um-
boðsmaður og hreppsstjóri, í Æðey 1845.
Gísli og Sigríður eignuðust tvo syni:
Páll 1877–1962, bóndi á Víðidalsá 1906–1958.
Jón 1879–1904 eða 1905, deyr í Ameríku þar sem
hann var við nám í verslunarfræðum.