Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 99
98
Við rukum af stað á Strandirnar alveg að springa af eftir-
væntingu og keyrðum í fimm og hálfan klukkutíma og vorum
komin fyrir hálf ellefu um kvöldið í Stóru-Ávík.
Guðmundur hafði tekið gildruna úr víkinni heim til sín, þó
hann væri hálf hræddur við hvæsið í Krúsa. Ég hentist út úr bíln-
um og inn á milli ganginn og þar var gildran og í henni var enginn
annar en Krúsilíus minn sem gaf frá sér aumkunarvert væl og
þefaði af fingrunum á mér sem ég stakk inn um götin á gildrunni.
Við kvöddum nú Guðmund eftir smá kaffisopa og fórum að
Eyri í Ingólfsfirði, við fórum með gildruna upp í herbergi og ætl-
uðum varla að þora að opna hana, því margir höfðu talað um að
Krúsi væri orðinn að villidýri og yrði aldrei heimilisköttur aftur.
En hann fór varlega út úr gildrunni og fór strax að lepja vatnið og
borða matinn sinn og svo fór hann í sandinn sem við höfðum
fyrir hann og pissaði óskaplega mikið, því hann hafði ekkert piss-
að né kúkað í gildruna, bara haldið því í sér kannski í næstum
sólarhring. Síðan stökk hann upp í sófann til mín og vildi fá meira
klapp, nuddaði höfðinu í mig og malaði svo mikið að það hvein í
honum.
Jæja næsta morgun fórum við aftur af stað suður og nú með
Krúsilíus okkar lausan í bílnum, gekk ferðalagið að óskum og við
vorum komin með hann á Arnarhraunið kl. 16.00 þann sama
dag.
Síðan hefur Krúsilíus verið eins og engill, malar mikið og
nuddar sér upp við okkur. Sefur mikið og er bara eins og hann
hafi aldrei farið.
Dóttir okkar og hennar fjölskylda og öll okkar barnabörn og
aðrir vinir og vandamenn komu og hringdu til þess að óska okkur
til hamingju með „týnda soninn“
Svo hringdi tengdasonur okkar í Morgunblaðið okkur að óvör-
um og komu síðan tveir frá blaðinu og tóku viðtal við okkur og
mynduðu. Birtist þessi frétt síðan í Morgunblaðinu þann 8. sept-
ember árið 2005.
Lýkur hér með frásögninni af Krúsilíusi mínum.
Svanhildur Guðmundsdóttir
Ljósmyndir úr safni greinahöfundar.