Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 113

Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 113
112 Reykjaskóla í Hrútafirði.   Þar með lauk skólavist minni á Laugarvatni. Vekjari og formaður á árabát í Reykjaskóla Haustið 1950 fór ég í annan bekk á Reykjaskóla ásamt sveitunga mínum Braga Guðbrandssyni frá Heydalsá sem hafði verið á Reykjaskóla veturinn áður í fyrsta bekk. Það var dálítið undarlegt að koma þarna í annan bekk innan um unglinga sem allir þekkt- ust frá árinu áður. Þetta voru ágætis unglingar og samlagaðist ég hópnum fljótlega. Á fyrst degi hélt Guðmundur skólastjóri fund þar sem skipað var í ýmis embætti innan skólans. Þar var eitt starf sem enginn virtist vera fús til að taka að sér, það var svokallað vekjarastarf. Að lokum var ég nýgræðingurinn spurður hvort ég vildi taka þetta að mér og þorði ég ekki annað en segja já, enda vissi ég ekkert í hverju starfið var fólgið, en ég var fljótlega upp- lýstur um það. Starfið var að vakna hálftíma á undan öllum öðr- um og hlaupa með skólabjölluna, sem var afturhluti af fallbyssu patrónu úr kopar og hafði verið sett í hana kólfur og handfang, í allar fimm vistarverur skólans þar sem nemendurnir sváfu og hr- ingja bjöllunni. Embætti þessu fylgdu samt smá hlunnindi því ég var eini strákurinn sem hafði leyfi til að fara upp á kvennagang en það gilti þó aðeins að morgni til. Svo eftir að ég kynntist Pétri bryta og við urðum bestu vinir sagði hann mér að koma niður í eldhús þegar ég væri búinn að vekja alla og þar fékk ég mjólkur- glas og eina góða kökusneið, þó með því skilyrði að ég skrópaði ekki í hafragrautinn. Annað embætti féll mér seinna í skaut. Guðmundur skólastjóri átti árabát og það kom oft fyrir að skutla þurfti mönnum yfir Hrútafjörð. Spurði hann mig hvort ég vildi taka að mér að sjá um þessar ferðir og var ég til í það og valdi mér fjóra háseta. Allt gekk nú sinn vanagang og líkaði mér ólíkt betur hérna en á Laugarvatni. Sorgin knýr dyra og ástin leiðir nemendur í ógöngur Skömmu fyrir jól skeði sá sorglegi atburður að vélbáturinn Svan- ur frá Heydalsá fórst í ofsaveðri og með honum fórust þrír ungir menn; bræðurnir Björn og Guðmundur Guðbrandssynir frá Hey- dalsá, bræður Braga og einnig Aðalbjörn Þórðarson frá Klúku í Kirkjubólshreppi. Vegna þessa kom Bragi ekki í skólann eftir jól.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.