Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 113
112
Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar með lauk skólavist minni á
Laugarvatni.
Vekjari og formaður á árabát í Reykjaskóla
Haustið 1950 fór ég í annan bekk á Reykjaskóla ásamt sveitunga
mínum Braga Guðbrandssyni frá Heydalsá sem hafði verið á
Reykjaskóla veturinn áður í fyrsta bekk. Það var dálítið undarlegt
að koma þarna í annan bekk innan um unglinga sem allir þekkt-
ust frá árinu áður. Þetta voru ágætis unglingar og samlagaðist ég
hópnum fljótlega. Á fyrst degi hélt Guðmundur skólastjóri fund
þar sem skipað var í ýmis embætti innan skólans. Þar var eitt starf
sem enginn virtist vera fús til að taka að sér, það var svokallað
vekjarastarf. Að lokum var ég nýgræðingurinn spurður hvort ég
vildi taka þetta að mér og þorði ég ekki annað en segja já, enda
vissi ég ekkert í hverju starfið var fólgið, en ég var fljótlega upp-
lýstur um það. Starfið var að vakna hálftíma á undan öllum öðr-
um og hlaupa með skólabjölluna, sem var afturhluti af fallbyssu
patrónu úr kopar og hafði verið sett í hana kólfur og handfang, í
allar fimm vistarverur skólans þar sem nemendurnir sváfu og hr-
ingja bjöllunni. Embætti þessu fylgdu samt smá hlunnindi því ég
var eini strákurinn sem hafði leyfi til að fara upp á kvennagang en
það gilti þó aðeins að morgni til. Svo eftir að ég kynntist Pétri
bryta og við urðum bestu vinir sagði hann mér að koma niður í
eldhús þegar ég væri búinn að vekja alla og þar fékk ég mjólkur-
glas og eina góða kökusneið, þó með því skilyrði að ég skrópaði
ekki í hafragrautinn.
Annað embætti féll mér seinna í skaut. Guðmundur skólastjóri
átti árabát og það kom oft fyrir að skutla þurfti mönnum yfir
Hrútafjörð. Spurði hann mig hvort ég vildi taka að mér að sjá um
þessar ferðir og var ég til í það og valdi mér fjóra háseta. Allt gekk
nú sinn vanagang og líkaði mér ólíkt betur hérna en á Laugarvatni.
Sorgin knýr dyra og ástin leiðir nemendur í ógöngur
Skömmu fyrir jól skeði sá sorglegi atburður að vélbáturinn Svan-
ur frá Heydalsá fórst í ofsaveðri og með honum fórust þrír ungir
menn; bræðurnir Björn og Guðmundur Guðbrandssynir frá Hey-
dalsá, bræður Braga og einnig Aðalbjörn Þórðarson frá Klúku í
Kirkjubólshreppi. Vegna þessa kom Bragi ekki í skólann eftir jól.