Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 114
113
Það skal tekið fram að á þessum árum voru nemendur engin
börn, þetta var hálffullorðið fólk þetta sautján til tuttugu ára og af
því leiddi að einstaka strákar og stelpur pöruðu sig dálítið saman.
Um miðjan vetur datt nokkrum strákum í hug að stelast upp á
kvennagang að næturlagi og útbjuggu í því skyni kaðalstiga sem
stelpurnar laumuðu upp á kvennagang. Síðan var ákveðinn stað-
ur og stund og stiginn látinn falla niður um miðja nótt og upp
klifruðu átta eða níu strákar og eftir að hafa dvalið góða stund
kom að því að klifra niður en þá var einn svo lofthræddur að
hann valdi aðra leið niður. Hægt var að stökkva af svölunum nið-
ur á þak íbúðar eins kennarans og þaðan niður á eina af vistarver-
um nemenda og síðan niður á jörð. Yfirkennarinn vaknaði við
hávaðann á þakinu og hljóp út í glugga þar sem hann sá í aftur-
endann á stráknum. Þá snaraðist hann í slopp og þaut út og góm-
aði aðal stigamennina, sem sumir voru ennþá í stiganum á leið
niður.
Morguninn eftir var gefið frí í skólanum og var mikið um
fundahöld hjá kennurum, einnig voru þeir unglingar yfirheyrðir
sem þátt tóku í þessari stigagöngu. Niðurstaðan varð sú að ákveðið
var að reka úr skólanum sextán eða átján nemendur, stráka og
stelpur. Skólastjórinn og flestir kennararnir voru á móti því að
reka alla þessa nemendur en einn af kennurunum var svo harður
á því að láta alla fara að það var að lokum samþykkt.
Þetta tel ég að hafi verið upphafið að endalokum skólans því að
aðsóknin að skólanum snarminnkaði.
Æsileg skíðaferð á Holtavörðuheiði
Við sem vorum eftir í öðrum bekk, en við vorum allmörg því þetta
hafði verið svo stór bekkur, ákváðum flest að við skyldum halda
áfram næsta vetur í þriðja bekk og gekk það eftir því allflestir
komu. En nú var mikil breyting orðin á, miklu færri nemendur
voru í skólanum því miklu minni aðsókn var í fyrsta og annan
bekk. Ég hélt mínum fyrri störfum þ.e. vekjarastarfinu og for-
mennsku á báti Guðmundar skólastjóra.
Smá breyting var á kennaraliðinu, Axel smíðakennari var
hættur og í hans stað var ráðinn bróðir minn Sigurður. Önnur
breyting var að Erlingur Magnússon frá Bæ í Króksfirði sem hafði
verið nemandi í öðrum bekk var nú ráðinn sem nokkurs konar