Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 28
27
Íþróttamaður ársins 2019
Í beinu framhaldi af þessu er gaman
að segja frá því, að íþróttamaður ársins
2019, var valin Ragnheiður Birna Guð-
mundsdóttir. Í frétt á heimasíðu Stranda-
byggðar kom fram að Ragnheiður Birna
hafi undanfarna mánuði, jafnvel ár, mætt í
Íþróttamiðstöðina að meðaltali sex sinnum
í viku við ýmsar æfingar og má segja að
Flosaból (tækjasalur) sé hennar annað
heimili. Ragnheiður Birna er frábær fyrir-
mynd og hvetur aðra til hreyfingar. Hún
hefur verið fús til að aðstoða og leiðbeina á
öllum aldursstigum. Hún fær einróma hrós
fyrir að þjálfa og leiðbeina eldri borgurum
einu sinni í viku og þá bæði við æfingar í
sal og Flosabóli. Íbúar Strandabyggðar þakka Ragnheiði Birnu fyrir þann
metnað, gleði og hvatningu sem hún leggur í það verkefni.
Hvatningarverðlaun 2019 hlaut að þessu sinni Árný Helga Birkisdóttir.
Hún hefur tekið þátt í mörgum íþróttamótum og má þar helst nefna:
Flandrasprett, götuhlaup HSS, Hamingjuhlaup, Silfurleika ÍR, stórmót ÍR,
minningarmót Ólivers í frjálsum, Andrésar andar leikana, ULM 2019 á
Höfn, Þrístrendinginn 2019 sem og fótboltamót, félagsmót og síðast en
ekki síst 10 km hlaup í Tallin í Eistlandi í haust.
Byggðasamlag um slökkviliðsmál –
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda
Á árinu var gengið formlega frá stofnun byggðasamlags um slökkviliðsmál.
Þetta er enn eitt dæmið um aukið samstarf sveitarfélaganna Dalabyggðar,
Reykhóla og Strandabyggðar, en þau standa einnig að sameiginlegum
stöðugildum skipulagsfulltrúa í Búðardal og byggingarfulltrúa á Hólmavík,
sem þjónusta einnig Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Að auki er unnið
saman í fjölmörgum málum á vegum sveitarstjórnanna eins og í tengslum
við félagsmál og skólamál. Einnig er umræða um samstarf í tengslum við
sorphirðu o.s.frv.
Afrekskonurnar Ragn heiður
Birna og Árný Helga.
Ljósmynd: Þorgeir Pálsson