Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 30
29
Menningarviðburðir 2019
Strandabyggð býr svo vel að eiga marga mjög frjóa einstaklinga, sem halda
uppi margvíslegu menningarstarfi. Hér verður stiklað á stóru varðandi
helstu menningarviðburði í Strandabyggð 2019:
z Leiklistarval Grunnskólans á Hólmavík var í samstarfi við Þjóð-
leik og sýndi leikritið Dúkkulísu eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur,
leikkonu, leikskáld og baráttukonu. Leikverkið var skrifað sérstak-
lega fyrir Þjóðleik sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ungra
leikhópa víða um land en verkefnið fagnaði einmitt tíu ára afmæli
árið 2019.
z Hvatastöðin hefur það markmið að efla lýðheilsu íbúa Stranda-
byggðar og stuðla um leið að uppgangi nýrra frumkvöðla fyrir tækja
í Strandabyggð. Hvatastöðin hélt áfram starfsemi sinni og stóð fyrir
fjölbreyttri starfsemi og má þar nefna; jógatíma, fyrirlestur Ólafs
Stefánssonar, fyrirlestur og ráðgjöf á vegum Drekaslóðar o.fl.
z Arnkatla er lista- og menningarfélag sem var stofnað á árinu til að
efla lista- og menningarlíf á Ströndum. Félagið mun m.a. setja upp
Hörmungardaga á Hólmavík í febrúar og mars 2020.
z Leikfélag Hólmavíkur setti upp leikritið Nönnu systur í Sævangi
vorið 2019 og fór með þá sýningu í leikferð í Skagafjörð og Borgar-
fjörð. Á haustdögum var leikritið Saumastofan eftir Kjartan Ragnars-
son sett á fjalir leikfélagsins. Leikstjóri Saumastofunnar var Skúli
Gautason og var hljómsveitin Strandabandið fengin til að spila undir.
Þetta samspil tónlistar og leiks þótti takast sérlega vel og var farið í
leikferð í Logaland í Borgarfirði og í Búðardal.
z Kvennakórinn varð 20 ára árið 2019. Kórinn hélt vortónleika og
farið var til Póllands í heimsókn til tveggja af stofnendum kórsins.
z Sýningin „Skessur sem éta karla“, var haldin í Hnyðju og eru
aðstandendur hennar Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur og
Sunneva Guðrún Þórðardóttir, listakona.
z Strandir í verki og leikfélagið héldu menningarhátíð Stranda í
ágúst 2019.
z Vetrarsól á Ströndum er menningarhátíð sem er skipulögð af
velunnurum Stranda og nágrennis og var haldin í fyrsta skipti í
janúar 2019.