Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 32
31
og Strandabyggð, enda hefur það sýnt sig að nú þegar þetta er skrifað, í
febrúar 2020, hefur orðið aukning í nemendafjölda.
Undirbúningur þessarar sameiningar fór fram með þeim hætti, að
sveitar stjórn tók málið fyrir á sérstökum vinnufundi í apríl 2019. Þar var
ákveðið að skoða kosti og galla sameiningar, auk þess sem oddvita og
sveitar stjóra var falið að ræða við skólastjóra beggja eininga. Í framhaldi af
þeim fundum var sveitarstjóra falið að ræða við starfsmenn beggja eininga.
Odd viti og sveitarstjóri hittu skólastjóra leikskóla og skólastjóra grunnskóla
í lok apríl og byrjun maí. Fundir með starfsmönnum fóru svo fram í maí
2019. Settur var af stað vinnuhópur um málið. Málið fór síðan hefðbundna
leið með kynningu í fræðslunefnd og á sveitarstjórnarfundi. Í kjölfarið var
vinnu hópurinn tengdur sérfræðingum frá Tröppu, sem veita Strandabyggð
ráð gjöf í menntamálum og sinna hlutverki fræðslustjóra.
Það er að mörgu að hyggja þegar svona stórt verkefni er sett af stað
og var lögð áhersla á gott samráð við starfsmenn beggja eininga. Vissar
skipulagsbreytingar áttu sér stað og var Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir ráðin
skólastjóri sameinaðs skóla og Alma Benjamínsdóttir var ráðin aðstoðar-
leikskólastjóri. Mikil áhersla er á samnýtingu mannauðs, sem fyrr segir
og var strax byrjað á að samnýta þekkingu á sviði sérkennslu. Hrafnhildur
Þorsteinsdóttir er sérkennslustjóri og heldur utan um vinnu teymisins.
Framundan er nafnasamkeppni varðandi nafn á sameinaðan skóla, sem
mun formlega taka til starfa sem sameinuð eining haustið 2020. Vinna
við breytingar á starfsmannamálum, skipulagsbreytingar og fjárhagslega
samkeyrslu er þó þegar hafin.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar
Kaupfélag Steingrímsfjarðar fagnar 122 ára afmæli árið 2020. Mikil saga
er að baki; saga samvinnu, samheldni og uppbyggingar atvinnu- og mann-
lífs. Kaupfélag Steingrímsfjarðar hefur leitt framþróun á svæðinu, staðið
að uppbyggingu rækjuverksmiðju á Hólmavík, staðið fyrir rekstri verslana
í Árneshreppi og Kaldrananeshreppi, stutt við uppbyggingu atvinnulífs,
menntunar- og samfélagsmála í hvívetna, auk þess að vera ávallt einn
stærsti vinnustaður sveitarfélagsins.
Viðskiptaumhverfi kaupfélaga hefur átt undir högg að sækja á undan-
förnum árum. Umhverfi lágvöruverslana sem byggja á magninnkaupum