Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 48
47
stöðulaust í sundur en aðrir áttu það til að klemma blaðið svo allt sat fast.
Þá þurfti að reka fleyga í sagarfarið til að geta haldið áfram. Að sögun
lokið var staurunum grindað upp á víxl með bil á milli, tíu stykki í röðinni
og „látnir blása“ sem kallað var. Það er að þorna og léttast fyrir flutn-
ing á markað sem á þeim tíma fór fram með litlum gömlum vörubílum
á vondum vegum. Fyrsti áfangi leiðarinnar inn að Hólmavík var 110 km
og þangað var þriggja tíma akstur um 1970. Að aka hlöðnum vörubíl frá
Eyri inn á Hólmavík var kallað „að lemja inn sýslu“. Þannig var tilfinningin
fyrir nýruddum veginum sem tengdi Árneshrepp þjóðvegakerfi landsins,
holóttum, hlykkjóttum og með óbrúuðum vatnsföllum á þeim tíma. Vegur
sem rauf einangrun Árneshrepps yfir sumarið og fólk fagnaði sannarlega.
Nú er lítið sagað á Ströndum, trjáreki hefur minnkað og markaður
fyrir girðingastaura er lítill. Helst eru menn að saga húsavið í sérstökum
stærðum og hleypa til eldiviðar sem fyrr segir.
Greinin byggir meðal annars á munnlegum heimildum eftirtalinna manna:
Guðjóns Guðmundssonar, Eyri, Gunnars G. Guðjónssonar, Eyri (GGG), Ingólfs E. Guðjóns-
sonar, Eyri, Kristins Jónssonar, Dröngum og Guðjóns Magnússonar, Kjörvogi.
Einnig er stuðst við skjöl Gunnars Guðjónssonar, Eyri.
Teikning: Sigtryggur Karlsson