Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 49
48
Hér á eftir verður leitast við að varpa ljósi á þá atburði sem lágu til þess
að draugurinn ,,Seljaness-Móri” komst á kreik og varð viðloðandi í Árnes-
hreppi. Jafnframt því verða raktar, eftir mætti, þær sögulegu deilur sem
voru undanfari ábúendaskipta, sem urðu á jörðinni Ófeigsfirði, á fjórða
áratug nítjándu aldar. Rétt er að hafa í huga, að þó við, nútímafólk, teljum
drauga og afturgöngur bábiljur, voru slík fyrirbrigði talin veruleiki í hugum
margra á fyrri öldum.
Þar er þá fyrst til að taka að í upphafi fjórða áratugar nítjándu aldar
bjuggu bændur tveir; Óli Jensson Viborg (1800-1849) og Grímur Alexíus-
son (1779-1841) hvor á sinni jörðinni í Árneshreppi. Báðir bjuggu þeir í
tvíbýli og báðir voru þeir leiguliðar, þ.e. áttu ekki jarðirnar, sem þeir bjuggu
á. Grímur hafði búið í Ófeigsfirði frá árinu 1808. Ófeigsfjörður var að dýr-
leika metinn 24 hundruð að fornu mati og talin einhver besta jörðin í
Árneshreppi. Þar var selveiði, æðarvarp, óþrjótandi reki auk þess að þar var
aðstaða til útræðis með því besta sem gerðist í hreppnum. Grímur bjó á 16
hundruðum, eða 2/3 jarðarinnar, sem voru í eigu bræðranna Guðmundar
og Jóns á Munaðarnesi Grímssona, sem áttu hvor um sig átta hundruð í
jörðinni. Mótbýlismaður Gríms í Ófeigsfirði var bóndinn Alexíus Eiríksson
(1792-1856) sem bjó á 8 hundruðum eða 1/3 af jörðinni sem hann átti
sjálfur. Óli bjó í Reykjarfirði og hafði gert svo frá 1822. Reykjarfjörður var á
þessum tíma ,,kóngsjörð” [í eigu Danakonungs], 16 hundruð að fornu mati
og talin með betri jörðum í hreppnum. Mótbýlismaður Óla var bóndi að
nafni Jörundur Bjarnason (1768-1840).
Það orð fór af þeim Óla og Grími að þeir væru miklir dugnaðar- og
Bitist um
Ófeigsfjörð
og sagan af
Seljaness-Móra
Guðlaugur Gíslason
frá Steinstúni