Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 52
51
aldrei bæði mig um ábúð jarðarinnar ... en lætur sem hann muni sitja hér
á jörðinni. Jón Grímsson sem mér áminnstan jarðarpart seldi segist þá
hafa hvatt Grím til að halda sig [ leita] til mín, sem eignar- og umráða
manns ábýlisjarðar hans, [Ófeigsfjarðar] en það gjörði Grímur aldrei.
Fljótt sagt hefur Grímur svoleiðis hagað sér móti mér einkum síðan í vetur
[að] hann kom heim úr ferð sinni, mótþróalega, sem hann, en ekki ég hefði
umráð jarðar hans og enga kosti af mér viljað taka eður hvað kunni ég
bjóða Grími betur en taka hans landseta inn á minn jarðarpart sem tilboð
mitt við sáttatilraun af 28. mars sýnir.... en hann að engu mat, heldur með
þrályndis orðum forkastaði. Bóndinn Grímur í Ófeigsfirði hefur engan
framfærslu ómaga af hreppnum og borgar í engu til hreppsins þarfa,
hvað líklega öðrum en mér er meir viðkomandi ef aðgætt væri. Af hér að
framan tilfærðum grunni inn flý ég til yðar veleðlaheita [sýslumannsins]
að yður mætti þóknast á næstkomandi Manntalsþingi að innstefna okkur
sem pörtum, Grími Alexíussyni og mér undirskrifuðum, samt þeim vitnum
er ég tilnefni ... og ég veit mínum framburði til sönnunar við aflagðan eið.
Ef af þessu flýtur þá óska ég yðar endanlegrar dómsályktunar, að bóndinn
Grímur Alexíusson víki frá jörðinni Ófeigsfirði á næstkomandi vori [1835]
á fardögum.
Allan kostnað af sök þessari leiðandi skal ég greiða yður veleðlaheitum
að meðteknum reikningi frá yður, eður þóknist yður að ég fyrirfram
útleggi fyrir sakarinnar færslu skal það og vera allt í silfri.
Vetrarmynd frá Ófeigsfirði, Kálfatindur í baksýn.
Ljósmynd: Bókin Agga Gagg 1997. Höfundur Páll Hersteinsson