Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 58

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 58
57 menn skoða hann, margir hverjir, næstum góðkunningja sinn og hálf kvíða fyrir, þegar hann drepst út. Móri sýnir sjaldan af sér ótuktarskap, svo sem að leggjast á fé. En það mislíkar honum mjög, ef bornar eru brigður á, að hann sé ekki til. Þá má búast við, að hann sanni hinum vantrúuðu til- veru sína með því að gera honum einhverja grillu. Aftur á móti hefir Móri drjúgum skemmt mönnum með hrekkjum sínum og fyndni. Hann hefir t.d. leikið það hvað eftir annað, að láta fullorðna menn villast í albjörtu veðri, þar sem þeir voru gagnkunnugir. Hefir þessi svartfuglsvilla verið höfð að háði um sveitina. Oft hefir hann og gert aldrað fólk andvaka með undarlegum skarkala, rennt sér t.d. á rassinum alla guðslanga nóttina niður baðstofuþekjuna. Eða þá dumpað við og við tvö högg á bæjarþilið. Gamla fólkið veit þá, hver er á ferðinni. Þegar ég var strákur, sást Móri oft, og var honum kennt um flest það, sem fór aflaga með óeðlilegum eða óvenju- legum hætti. Sögukorn þetta hefi ég mest skráð eftir sögu móðurföður míns, Guð- mundar Ólsonar Ólasonar, sem draugurinn var sendur. Nam hann söguna um viðureign Óla og Móra af Jóni Helgasyni, sem getið er hér að framan. En Óli sjálfur sagði Jóni. Heimild: Rauðskinna III, 1935 Ljósmyndin af Móra Ekki geta allir draugar státað af því að hafa verið festir á ljósmynd. Það getur Seljaness-Móri líklega einn drauga gert. Í tímaritinu ‚„Dagrenningu“ árið 1956 er grein eftir ritstjórann, Jónas Guðmundsson, sem helguð er tilvist Seljaness-Móra, og myndinni, sem hér um ræðir og saga hennar sögð. Kaflinn um ljósmyndina er langur og verður hér endursagður og styttur. Þar kemur fram að myndina hafi tekið Halldór nokkur Guðmunds- son trésmiður frá Keflavík. Hann vann við síldaverksmiðjuna í Djúpuvík um miðjan fjórða áratug tuttugustu aldar. Það var einn daginn um sumarið að Halldór ásamt fleira fólki, fór í skemmtiferð um sveitina. Hafði hann myndavél sína meðferðis og tók margar myndir, m.a. tók hann mynd í lendingunni á bænum Munaðarnesi. Ekki var hægt að framkalla mynd- irnar þá um sumarið og beið það þar til komið var til Reykjavíkur um haustið. Þegar Halldór tók myndina voru þrír bátar í vörinni og tveir menn, sem gerðu að veiðarfærum. Sagt er að þeir séu, Guðmundur Gísli Jónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.