Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 60
59
manna, að bæði væru til illar verur og góðar, og væru þær illu svartar
en hinar hvítar. Móri tilheyrir því greinilega hinum fyrrnefndu,
enda mun frekar illt af honum hafa hlotist, þó prófessor Símon Jóh.
Ágústsson vilji sem minnst úr því gera”.
Að lokum
Þannig er sagan af Seljaness-Móra, draugnum sem hrelldi fólk í Árnes-
hreppi á fyrri tíð. Verður ekki við þá sögu bætt hér, enda hefir sá skráð sem
gerskt þekkti.
Nú er allur kraftur farinn úr Móra. Líklega hefir hann tapað afli sínu,
endanlega, þegar fólkið á Felli flutti til Reykjavíkur um miðja tuttugustu
öldina, en á Felli mun hann hafa átt athvarf síðustu árin.
Dr. Símon Jóh. Ágústsson (1904-1976) var fæddur og uppalinn í Kjós
í Árneshreppi. Hann sá Móra með eigin augum líklega 11 ára gamall. Um
þann atburð skrifaði hann grein, ,,Sjáið þið helvítis drauginn”, sem birtist í
Strandapóstinum 1976. Það var ekki Símon einn sem var viss um að hafa
séð Móra. Þeir voru fleiri sem töldu sig hafa séð hann og trúðu staðfastlega
á tilvist hans, mátt hans og megin. Svo rammt kvað að þessu, á tímabili,
að fullorðið fólk, þorði ekki að vera eitt þegar rökkva tók af hræðslu við
drauginn og töldu að allt sem miður fór í daglegu lífi væri af hans völdum.
Hann hafði því veruleg áhrif á sálarlíf margra í sveitinni á sinni tíð. Skylt
er að geta þess að margir létu þetta ,,móratal” sem vind um eyrun þjóta og
töldu þetta hégilju eina. Eitt er þó víst að saga Árneshrepps verður vart
sögð til hlítar nema draugsins Móra verði að einhverju getið þar.
-------
Það var svo um fardagana 1837, að hin sögulegu ábúendaskipti urðu
í Ófeigsfirði er Óli Jensson Viborg flutti þangað og hóf þar búskap, en
Grímur Alexíusson hrökklaðist þaðan, eftir nærfellt 30 ára búskap, og
flutti að Seljanesi sem er næsti bær við Ófeigsfjörð, en mikið kostaminni
jörð, átta hundruð að fornu mati. Þeir Óli og Grímur bjuggu báðir á
þessum jörðum til dauðadags. Grímur Alexíusson lést 12. október 1841,
62ja ára. ‚,Dó úr byltu af hestbaki”, segir í kirkjubók. Óli Jensson Viborg
lést 10. nóvember 1849, 49 ára. ,‚Dó úr holdsveiki” segir einnig í kirkjubók
Árneskirkju.