Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 67
66
Það er misskilningur að æðar-
fuglinn hræðist manninn. Reglu-
legar og tíðar ferðir fólks í æðarvarp
venja fuglinn við umferð manna
þar. Ungfuglinn er varkár fyrsta
árið en venst fljótt mannaferðum.
Eldri kollur eru margar hændar að
fólki þegar varp er stundað reglu-
lega. Þegar ég fór í æðarvarp eftir
miðja síðustu öld voru aðeins örfáar
æðarkollur, sem flugu út á sjó, þegar
að þeim var komið. Sumar þeirra
fóru af hreiðrinu en aðeins örlítinn
spöl og margar sátu sem fastast og
varð að lyfta þeim af hreiðrinu til
að ná eggjum eða dúni. Það voru
alltaf sömu kollurnar. Þær voru
vanar manninum og ferð hans um
varpið olli engri styggð.
Dúntekja í Æðarskeri og
Rifgirðingum fór fram þegar
selveiði byrjaði inni í firði um 20.
júní. Þar eru selalátur og ekki mátti
styggja selinn. Aldrei voru þar mörg
hreiður, oft 20 – 40. Svartbakur
átti þar oft hreiður og var látinn
óáreittur allan varptímann. Smá
æðarvarp var í Bæjarnesi, Traðar-
nesi, Landhólma og Selvoganesi, oft
30 hreiður, stundum minna og oft meira. Refur var oft á ferð í Broddanes-
hlíð og eyddi þá öllu æðarvarpi í Selvoganesi og þar í kring.
Þegar komið var í land með dúninn var hann geymdur í húsi, sem stóð
á klettunum neðan við Bæjarmýrina. Oft kviknuðu flær í honum í hlýju
veðri en þær lifðu bara í 1 – 2 sólarhringa. Við þurrkun voru heyyfir-
breiðslur hafðar undir dúninum, hann hristur og snúið við af og til og
Dúntaka í Litlueyju.
Ljósmynd: Sigurður Guðbrandsson
Æðarfugl á hreiðri í Mýrinni.
Ljósmynd: Sigurður Guðbrandsson
Snjóhvít æðarkolla á hreiðri.
Ljósmynd: Eysteinn Einarsson