Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 76
75
gilti um aðrar girðingar sem þar voru settar upp. Mikið var selt af girðinga-
staurum í önnur héruð. Að sjálfsögðu var reki mismikill milli ára. Sum ár
rak varla spýta en önnur ár margir tugir eða jafnvel hundruð trjáa frá 2 til
15 metra löng. Allur smáviður var nýttur til upphitunar og matseldar, til
þess að spara kaup á kolum og mó, sem þá var einnig notaður til eldiviðar.
Móskurður á Broddanesi var óhægur og kostaði mikinn tíma og erfiði.
Á stríðsárunum 1941 – 45 rak mikið úr skipum, sem skotin voru niður
fyrir norðan land. Má þar nefna lestarhlera, hurðir og hurðakarma, glugga-
karma, sem oftast voru úr tekkviði, og brot úr stólum og borðum og ótrú-
legan fjölda sívalra tréstaura sem voru 1,20 – 1,40 metra langir og misgildir.
Þeir voru of stuttir sem girðingastaurar og nýttust því sem eldiviður. Þar
rak blikkkassa, sem mun hafa verið á björgunarfleka, og var hann fullur
af súkkulaði, þurrmjólk, lifrarkæfu og kexi. Allt var óskemmt og borðað
með góðri lyst eftir því ég best man. Eitt tundurdufl rak á Broddanes-
reka. Þá var norðaustan gjóla og sást það fyrst rétt innan við Skotta, rak
svo inn með Hvalskeri og Þernuhólma og þaðan inn í Straumsund utan
við Stórasker, vestur fyrir Bæjarnes norðan við Dyrhólma og þaðan inn á
Rifgirðingar. Þangað kom Haraldur Guðjónsson tundurduflabani og gerði
það óvirkt. Fáein tundurdufl rak á Broddadalsá og voru þau gerð óvirk
utan eitt sem mun hafa rekið í Stigavík og sprungið þar. Fólk í Brodda nesi
og Broddadalsá vaknaði við hvellinn og seinna, þegar menn áttu leið um
ystu brúnir Ennishöfða, fundust þar brot úr því en hæð höfðans þar er um
200 metrar.
Reki á Vogunum. Ljósmynd: Sigurður Guðbrandsson