Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 98
97
Örnefni, þjóðsögur og
félagslegt óréttlæti
Sagnir um fátækt
fólk á Ströndum
Þegar maður kemur til Íslands sem Þjóðverji, hefur maður mjög þýðingar-
mikinn farangur með sér að heiman. Ísland hefur verið einn af uppáhalds-
og óskastöðum Þjóðverja síðan á 19. öld, þangað langar alla að koma. Á
þessum langa tíma sem Ísland hefur heillað Þjóðverja hafa margvíslegar
hugmyndir og klisjur um land og þjóð fest sig þar í sessi. Þar má nefna
hugmyndir um ýmsa þætti í íslenskri menningu og svo hafa Þjóðverjar
mikinn áhuga á eldgosum og jöklum á Íslandi. Umfram allt hefur þó ein
klisja fest sig í sessi: Um Ísland sem land álfa.
Í Þýskalandi eru íslensku álfarnir mjög oft hluti af umfjöllun um landið,
bæði í bókum og sjónvarpi. Þegar maður leitar að bókum um Ísland eru
„álfarnir“ eitt af þeim hugtökum sem oftast eru tengd landinu. Álfarnir
eiga heima á Íslandi, þeir eru óaðskiljanlegur hluti af íbúum landsins.
Fólk getur svo kynnst álfasögum betur í fjölda ferðasagna, handbóka og
sagnasöfnum. Mjög svipuð mynd er dregin upp í sjónvarpi, en þýska ríkis-
sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum árum röð af „íslenskum spennumyndum“.
Þar á meðal var kvikmyndin: ,,Dauði álfakonunnar“. Í þessari mynd var
íslenska „álfanefndarkonan“ myrt, en í Þýskalandi telja margir að á Íslandi
sé sérstakur embættismaður sem hafi yfirumsjón með málefnum álfanna,
kallaður „Elfenbeauftragte“ á þýsku. Þessi hugmynd kemur upphaflega
úr fréttaskýringu frá tíunda áratugnum um Erlu Stefánsdóttur sjáanda.
Í þýskri skynjun og hugmyndaheimi er Ísland land þar sem íbúarnir trúa
á álfa.
Þegar maður er svo kominn til Íslands og farinn að kynna sér betur
örnefni, landslag og þjóðtrú, staðbundnar sögur og menningu, rennur fljótt
Matthias Egeler
frá Þýskalandi