Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 109
108
Axel og Jakob voru úti að tjasla upp á haukalóðina, þegar mamma kom
með mig undir handleggnum. Axel horfði á mig brúnaþungur, tók af sér
derhúfuna og dæsti; ,,Bessi, ert það þú sem hefur farið svona með hauka-
lóðina mína?“ Ég gat ekki svarað, fannst hjartað sitja fast í hálsinum, vildi
helst sökkva í jörðina á þessu augnabliki. Í örvæntingu reyndi ég að slíta
mig lausan en mamma hélt of fast og spurði; ,,og hvað segir maður svo?“
,,Fyrirgefðu, fyrigefðu, ég skal aldrei gera þetta aftur”, stundi ég upp, milli
grátekkanna. Axel horfði á mig um stund, fékk sér í nefið, setti upp der-
húfuna og sagði; ,,Þú mátt ekki bara taka það sem þú sérð Bessi minn. Ef
þú tekur það sem þú gengur fram á, án þess að spyrja um leyfi, þá ert þú
að stela og það er ljótt að stela. Ef þig vantar króka þá skal ég gefa þér
króka, en þú verður að biðja mig um þá, ekki bara taka þá, eins og hver
annar refur”.
Þetta kvöld á Gjögri lærði ég að það er ekki í lagi að taka þá hluti sem
maður gengur fram á heldur þarf fyrst að athuga hvort eigandinn finnist.
Það er ekki gott að láta eins og maður sé ,,Palli einn í heiminum“ og gera
allt sem manni dettur í hug.
Anna, mamma, Svenni, Axel, Höskuldur og Bessi fyrir framan reykkofann hjá Axel
og Valdimar þar sem við fundum stóru krókana.