Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 111

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 111
110 Saurbæ og hef búið þar síðan. Á Kollsá var, þegar ég fæddist, stórt íbúðar- hús sem byggt var árið 1924 yfir margt fólk, sem þar bjó. Fyrir var gamalt hús sem var rifið og var nýja húsið byggt á grunni þess. Meðan á þessu stóð og þar til flutt var inn í nýja húsið bjó fólkið í fjóshlöðunni þarna stutt frá. Afi minn Daníel, sem bjó þá á Kollsá, var húsasmiður og sá um að hús- byggingin gengi hratt og vel, svo hægt væri að flytja inn fyrir veturinn. Tómas langafi minn og Valdís Guðrún langamma mín bjuggu þá enn á Kollsá. Þau eignuðust sjö börn og bjuggu sex þeirra um einhver árabil á Kollsá, nema Jón Tómasson (kona hans hét Valgerður Helga) en þau bjuggu lengi á Litlu-Hvalsá. Þessi börn og þeirra makar voru: Brandur og Stein- unn Jóakimsdóttir, Daníel og Herdís Einarsdóttir frá Hróðnýjarstöðum, Guðrún Valgerður og Þorkell Einarsson bróðir Herdísar, Sólveig og Helgi Hannesson (föðurbróðir minn) frá Þurranesi, Valdimar sem bjó með lang- ömmu eftir að langafi dó 1926, Herdís Gróa sem seinna bjó með Valdimari og langömmu líka. Allir bjuggu í stóra húsinu, þar til Helgi byggði annað hús fyrir sína fjölskyldu. Afi og Herdís amma mín fluttu til Reykjavíkur 1941 og þá tóku mamma og pabbi við búinu af þeim og bjuggu til ársins 1979. Þá fluttu þau til Borðeyrar og byggðu þar hús yfir sig. Afi byggði steypt fjárhús og hlöðu, einnig fjóshlöðu og súrheysgryfju. Fjárhús Valdimars og Helga voru hlaðin úr torfi og grjóti, fjósið sem var sameiginlegt var steypt en hlaðan var úr torfi. Brandur átti torffjós og hlöðu, steypt fjárhús, hesthús og hlöðu sem enn stendur og er nú sumar- bústaður barnabarna þeirra Brands og Steinu. Einnig var torfskemma þar niðurfrá með gryfju niður í gólfið þar sem súrmatur og saltkjöt geymdist mjög vel. Norðan við íbúðarhúsið voru steyptir tveir kamrar ofan á gríðar- stórri steyptri þró. Já, gott fólk, klósett er seinni tíma lúxus, og man ég mjög vel þegar pabbi setti það upp í pínulitlu skoti í miðkjallaranum. Það var mikill munur að þurfa ekki að fara út. Herdís Brandsdóttir, systir langömmu, var einnig á Kollsá og átti sitt herbergi. Hún hafði þá misst mann sinn, Sigurjón Jónsson ljósmyndara, en áður höfðu þau hjón misst einkason sinn vorið sem hann átti að fermast. Hann hafði verið í skóla á Akureyri. Herdís var með nokkrar kindur í kofa suður við kvíahlið og heyjaði móastykki fram með girðingunni og sá að mestu sjálf um þessar skepnur sínar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.