Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 112

Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 112
111 Fiskhjallur var einnig niðri á sjávarbakkanum þar sem fiskurinn var hanteraður, saltaður þorskur í tunnur, þar sem hvert býli átti sína tunnu inni undir norðurveggnum. Síðan var hengt mikið upp af fiski á rár, þannig varð harðfiskurinn til, einnig voru þorskhausarnir þræddir á tálknunum upp á rárnar og hertir og var þetta allt saman mikill og góður matur. Pabbi var sérlega flinkur við að rífa sundur herta þorskhausa fyrir okkur krakkana og kunni nöfn á öllum stykkjunum, sem ég er nú búin að gleyma, nema meyjarsvunta var eitt stykkið í kinninni. Aðeins man ég eftir að lögð væri lína til lúðuveiða og þótti mér skemmti- legt að stokka lóðir, en það var þegar önglunum var raðað í sérstök trémót, þannig að línan sem í balann fór flæktist ekki. Þegar komið var að landi úr róðri var báturinn (skektan hans Brands) dregin upp í fjöruna með þar til gerðu spili, var þá hvalbeinum raðað þannig þversum, að báturinn rann eftir þeim, tveir menn voru á ránni sem lá í gegnum spilið og gengu í hring. Hinir studdu við bátinn, meðan dregið var, svo voru skorður settar við hliðarnar þannig hann stæði þegar hann var kominn upp að fjöru- kambinum. Ég sá svona spil í sumar, niður undir sjó á Broddanesi. Þorskaflanum var skipt í eins margar hrúgur og veiðimenn voru, síðan snéri einn sér frá, annar benti á hrúgu og sagði „hver skal þar“ og hinn nefndi nafn þar til hver hafði fengið sinn part. Fiskur hvarf að mestu úr Hrútafirðinum um 1950 hvað sem því olli. Fiskurinn var nú eina nýmetið, mikinn hluta ársins, svo það var skaði mikill er hann hvarf. Rauðmagaveiði var þó nokkur á vorin, þá var skektunni róið inn að Stekk og þar voru netin lögð. Mikið tilhlakk var að fá nýjan rauðmaga, en svo var hann nú orðinn leiðigjarn eftir 1-2 vikur. En reyktur rauðmagi er einstaklega bragðgóður. Brandur veiddi þó nokkuð af silungi í net, aðallega út í Brimvík, þar við klettana og einnig var veitt í Kollsárvatni. Mótekja var upp við Selás og unnu öll býlin við það að vorinu. Það var mikil erfiðisvinna að kasta móhnausunum upp á bakka, því mógrafirnar urðu ansi djúpar og síaðist smátt og smátt vatn í þær. Þá voru hnausarnir klofnir í sneiðar u.þ.b. 5-8 cm þykkar, þær grindaðar og þegar þurrt var orðið þá var mónum hlaðið í hrauka og geymdur til vetrarins og þá ekið heim í mókofa á hestasleða. Mókofinn stóð út á barðinu norðan og neðan við íbúðarhúsið. Þegar fjölskyldan okkar var ein orðin eftir í stóra hús- inu og Helgi og fjölskylda í hinu, var mór tekinn upp á Kollárnesinu. Þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.