Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 114

Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 114
113 fjárréttinni. Ég man eitt sinn að ég var skilin eftir sofandi á ullarpokunum á meðan sóttar voru fleiri kindur sem enn voru í ullinni. Ég vaknaði og hélt að allir væru farnir heim og hefðu skilið mig eftir og þá var orgað hátt og mikið. Erfitt var oft að láta ærnar lemba sig eftir aftekninguna því lömbin þekktu ekki mæður sínar svona ullarlausar og æddu um í leit að mömmu. Stundum komu þær heim aftur og var þetta mikil vinna að fást við, þar til allir voru sáttir. Ullin var þvegin við ána, sunnan við hól handan árinnar sem ber nafnið Einbúi og hefur hann alla tíð verið leikvöllur krakka. Grafið var úr árbakk- anum og gerðar hlóðir, sem gríðarstór járnpottur var settur í. Þar var hitað vatn og ullin sett þar í. Þvottaefnið sem notað var kallaðist keyta og varð þannig til að hlandinu úr koppunum, sem pissað var í um nætur, var hellt í stóra tunnu, sem stóð úti í hjalli með hlemmi yfir. Man ég að þegar ég var send út með koppinn fannst mér ægileg stækjan úr tunnunni þegar lokinu var lyft. En betri sápu var ekki hægt að fá, ullin varð mjallhvít og hrein. Hún var færð upp úr pottinum með priki, sett í tágakörfur, út í á og skoluðust þá öll óhreinindi burt. Síðan var ullin breidd út á grasbakkann og þurrkuð í sólskini. Reyndar var líka búin til svokölluð flotsápa, sem varð til þegar flot var brætt, eitursóda hellt saman við og gekk mikið á þegar þetta var að blandast, en það var ekki góð lykt af þeirri sápu. Skítnum undan skepnunum var dreift á túnin að haustinu. Hann var settur í hestakerru, mokað í svokölluð hlöss og síðan mokað úr sem kallað var. Þannig dreifðist jafnt og vel yfir flatirnar. Á vorin (í júní) var svo slóða- dregið. Var til þess gerður slóði, sem samanstóð af staurum fremst og aftast, þvert, og gaddavír strengdur þvers og langs á milli stauranna. Grjóti og torfi var hlaðið á vírnetið til að þyngja slóðann og hesti beitt fyrir. Hann var svo teymdur fram og til baka um túnið, til að mylja skítinn sem best, þá gaf hann mestan áburð. Svo þurfti að raka saman þeim skít sem ekki muldist ofan í túnsvörðinn og nefndist það afrakstur. Hann var fluttur á kerru heim í eldiviðarkofa og síðan notaður í miðstöðvarketilinn eða elda- vélina eftir þörfum. Mikil tilhlökkun var þegar kúnum var hleypt út á vorin eftir margra mánaða innistöðu. Þá hlupu þær og skvettu upp rassinum lengi vel, með halana á háalofti, við mikla kátínu okkar krakkanna. Þetta var hluti af okkar skemmtun í sveitinni. Eftir u.þ.b. hálfan mánuð var svo hætt að setja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.