Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 1
24
Afkastageta
aukin um 40% og
fullvinnsla eykst
28–29
19. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 7. október ▯ Blað nr. 596 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Blikur á lofti í framleiðslu og sölu á tilbúnum áburði:
Samdráttur í framleiðslu í Evrópu
og gríðarlegar hækkanir í sjónmáli
– Bændur hvattir til að kalka tún til að draga úr þörf á áburðargjöf næsta vor og innflytjandi kallar eftir aðkomu ríkisins
Stærstu framleiðendur á tilbún-
um áburði í Evrópu hafa margir
hverjir dregið mjög úr framleiðslu
á tilbúnum áburði á undanförn-
um vikum og mánuðum – og
sumir stöðvað alveg framleiðsluna.
Ástæð an er að verð á jarðgasi hefur
hækkað gríðarlega á einu ári, en
úr því er unnið ammonium sem
er eitt grunnhráefnið í fram leiðslu
á tilbúnum áburði. Blikur eru því
á lofti um alla Evrópu varð andi
framboð og verð á tilbún um áburði
fyrir næsta ár.
Árleg kaup bænda á tilbún
um áburði er stór útgjaldaliður í
búrekstrinum og eru áburðarsalar
sammála um að búast megi við að
verðið muni hækka verulega frá síð
asta ári. Þeir segja að ekki sé tíma
bært að gefa neitt út um það enn að
skortur sé yfirvofandi.
Hækkun á ammonium
nú orðin 137 prósent
Elías Hartmann Hreinsson, deildar
stjóri Sláturfélags Suðurlands (SS),
sér um innkaup á áburði norska
framleiðandans Yara fyrir íslenska
bændur.
„Eins og staðan er núna er ekki
raunhæft að kaupa áburð eða festa
verð. Ég get ekki sagt til um það
hvenær það verður, en hækkun
á ammonium samkvæmt síðustu
tölum er 137 prósent,“ segir Elías en
SS er meðal umfangsmestu áburðar
sala á Íslandi.
„Við erum í góðu samstarfi við
Yara og hafa þeir fullvissað okkur
um að við munum fá nægan áburð
fyrir vorið. Þessar hræringar valda
Yara og norskum bændum veru
legum áhyggjum og eru hvorug
um hagfelldar. Lokun verksmiðja
vegna gríðarlegrar verðhækkunar
á hráefni – og sérstaklega á gasi er
engum til góðs að mínu mati. Við
höfum hvatt bændur til að kalka
túnin og bæta sýrustig jarðvegs, en
það er langhagstæðasta aðgerðin
sem bændur geta farið í til að geta
dregið úr áburðargjöf, því með réttu
sýrustigi í kringum 6 til 6,5 þá nýtast
áburðarefnin best,“ bætir Elías við
og segir haustið góðan tíma til að
kalka túnin.
Stjórnvöld þurfa að milda höggið
Elías hefur skrifað hugleiðingar
sínar inn á vefinn yara.is, þar sem
hann tekur dæmi um 86 prósenta
verðhækkun á NPK áburði, frá því í
október á síðasta ári. Á sama tímabili
er dæmi um 135 prósenta hækkun á
köfnunarefni.
„Því er alveg ljóst að bændur
geta ekki einir tekið á sig þær
verðhækkanir sem fram undan eru
á áburði. Hækkun á áburði og öðrum
rekstrarvörum mun að lokum koma
fram í vöruverði til neytenda. Það eru
því rík rök fyrir því að hið opinbera
komi að því að milda það högg sem
fram undan er með fjárstuðningi við
bændur. Fordæmi er til að mynda
fyrir stuðningi við kölkun en fleira
þarf að koma til.
Við þessar aðstæður skiptir einnig
miklu máli að bændur grípi til þeirra
aðgerða í tíma sem mögulegar eru
í stöðunni. Mikilvægt er að leita
leiða til að draga úr notkun á tilbún
um áburði á næsta ári vegna þeirra
miklu hækkana sem nú blasa við. Við
þessar aðstæður er mikilvægt að nýta
allan húsdýraáburð sem bændur hafa
aðgang að til að draga úr notkun á
tilbúnum áburði í vor,“ segir Elías
á vefnum.
Jóhannes Baldvin Jónsson hjá
Líflandi og Úlfur Blandon hjá
Fóður blöndunni taka í sama streng
og Elías.
„Við fylgjumst grannt með stöð
unni í gegnum okkar birgja og á
mörkuðum, en vegna mikilla hækk
ana halda kaupendur að sér höndum
og markaðurinn því í sögulegu frosti
sem stendur. Verð hafa þegar hækk
að mikið en spurning hvert veturinn
mun leiða okkur,“ segir Jóhannes.
„Eins og staðan er í dag sjáum
við líka þessar hækkanir á hráefnum
og einnig að verð á tilbúnum áburði
er mun hærra nú en fyrir ári síðan.
Eftirspurnin hefur ekkert minnk
að, aukist ef eitthvað er og á sama
tíma hefur kostnaðurinn aukist. Við
höfum ekki fengið upplýsingar um
yfirvofandi skort,“ segir Úlfur.
Orsakir liggja víða
Ástæða hinna miklu verðhækkana á
jarðgasi í Evrópu má rekja til þess
að mjög hefur dregið úr dreifingu
á því, en Rússar framleiða og
dreifa stærstum hluta þess sem fer
á Evrópumarkað. Yara hefur gefið
það út að það muni leita fanga til
annarra heimshluta til að geta annað
eftirspurninni í Evrópu.
Elías segir að vandamálið sé ekki
bara tengt drefingu á jarðgasi – og að
hráefni til áburðarframleiðslu hafa
hækkað gríðarlega – heldur einnig
til vandamála tengt skipaflutningum
þar sem skortur sé á skipum og mikil
hækkun á flutningsverði.
„Framleiðslan stendur ekki undir
þessum orkuhækkunum. Því er
spurningin, þegar að framleiðsla fer
af stað aftur, hvort framleiðendur geti
uppfyllt þarfir markaðarins. Önnur
breyta í þessu er að Kínverjar, sem
hafa verið stórir útflutningsaðilar á
áburði í Asíu og Indlandi, hafa nú
ákveðið að öll áburðarframleiðsla
verði notuð heima fyrir, sem skapar
gríðarlegan óróa á heimsmarkaði,“
segi Elías. /smh
Mikill kraftur í uppbyggingu Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Verið er að auka afköst verksmiðjunnar um 40% og starfsmönnum verður fjölgað. Þá er nú aukin áhersla lögð á fullvinnslu
á skepnufóðri og kalkþörungum til manneldis, auk þess sem ný kalkþörungaverksmiðja er í burðarliðnum í Súðavík. – Sjá bls. 28–29. Mynd / Hörður Kristjánsson
Hækkanir á gasi og hráefnum munu valda miklum hækkunum á áburði.
Áhugaleikfélögin standa
fyrir haustsýningum
26
Lögfræðingur og
læknir sem stunda
sjálfsþurftarbúskap