Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 202118 HROSS&HESTAMENNSKALANDSJÁ Í Áföngum orti prófessor Jón Helgason um hin sólvermdu suðrænu blóm sem „áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði“. Nú horfir þannig að ræktendur, hvort sem þeir eru að fást við suð- ræn blóm eða melgrasskúfinn harða, þurfi að spara áburðinn eða gjalda hann dýrara verði en verið hefur. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur matvælaverð farið hækkandi í heiminum. Tugir landa settu útflutningstakmark- anir á matvæli sem enn eru í gildi víða. Þurrkar og óárán í veðurfari hafa sjaldan haft jafn víðtæk áhrif enda veður vályndari að jafnaði um þessar mundir af völdum loftslagsbreytinga. Sömuleiðis hefur verðlag á ýmsum hrávörum farið hækkandi síðustu mánuði. Hér hafa því orðið umskipti því sé litið lengra til baka þá hafa matvæli og drykkjarvörur frekar togað verðbólgu niður á við en hitt hér á landi. Sem dæmi má taka að frá ársbyrjun 2015 til dagsins í dag hafa matvæli hækkað minna í verði heldur en vísitala neysluverðs. Spilar þar ýmislegt inn í en líklega er stærsta breytan styrking krón- unnar á árunum 2015-2017 auk þess sem olíuverð var lægra á þessu tímabili en árunum þar á undan. Tilviljanakenndar sveiflur Þetta er í takti við enn þá lengri þróun, nefnilega þá að raunverð matvæla lækkar vegna tækni- framfara í landbúnaði og viðvar- andi framleiðniaukningar. Þetta hlaupabretti hefur neytt bændur til þess að auka framleiðslu, sækja sér tekjur utan bús eða hætta framleiðslu og gera eitt- hvað annað um áratuga skeið. Nú horfir svo við á hinn bóginn að á næstu mánuðum muni ýmis aðföng til landbúnaðar hækka talsvert í verði. Ýmsir hnútar komu á framleiðslukeðjur vegna heimsfaraldursins sem ekki hafa raknað upp enn þá. Sérstaklega eru horfurnar slæmar hvað áburð varðar. Vegna hækkandi verðs á jarðgasi hafa ýmsir framleið- endur í Evrópu þurft að draga úr framleiðslu. Þá hafa þvingunar- aðgerðir gegn hvítrússneskum ríkisfyrirtækjum, sem eru stórtæk á markaði með kalí, haft áhrif. Hækkun flutningskostnaðar á heimsvísu vegur einnig inn í þetta dæmi. Loks hafa stormar við Mexíkóflóa stöðvað fram- leiðslu í stærstu áburðarverk- smiðjum heims. Nóg er til af næringarefnum Áburður er einn stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í framleiðslu fóðurs og því munu hækkanir á áburði draga úr framlegð á bú- vörum næstu misseri. Sérstaklega ef innflutningsaðilar komast upp með að ýta öllum verðhækkunum út í verðlagið til bænda. Bændur eru því eindregið hvattir til þess að huga að því tímanlega að gera áburðaráætlanir þannig að þeir lágmarki þann kostnað sem fer í það að skaffa næringarefnin í túnin. Þá er hægt að kanna hvort að hægt sé að ná betri nýtingu á þann áburð sem keyptur er með betri tækni við dreifingu. Þessi kostnaðarliður er einfaldlega af þeirri stærðargráðu að mikilvægt er að koma böndum á hann svo að afkoman á búinu sé ekki háð stormum á Mexíkóflóa eða stór- veldabixi sem hækkar verð á jarð- gasi í Evrópu. Til lengri tíma litið þarf Ísland svo að verða á nýjan leik óháðara innfluttum áburði en verið hefur um hríð. Hægt er að vinna fos- fór úr úrgangi sem í dag er dælt út í sjó. Verði hér reistar mikl- ar landeldisstöðvar í laxeldi má nýta mykjuna til þess að fram- leiða áburð. Nóg fellur til af næringarefnum í landinu en þau verður að klófesta og nýta. Áburð getum við framleitt innanlands ásamt ljósi með rafmagni. Það væri hringrásarhagkerfi sem myndi auka fæðuöryggi og gera íslenska framleiðslu óháðari til- viljanakenndum sveiflum á hrá- vöruverði en nú er raunin. Kári Gautason Höfundur er sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá Bændasamtökum Íslands Áburður, verðbólga og hringrásarhagkerfi Kári Gautason. Auk þess að hljóta gríðarlega góðan dóm fyrir hæfileika er Fróði frá Flugumýri líka augnayndi. Hann fékk 8,45 fyrir sköpulag, þar af einkunnina 9 fyrir samræmi, háls, herðar og bóga. Ræktandi hans og sýnandi, Eyrún Ýr Pálsdóttir, stefnir með hann á keppnisbrautina í framtíðinni. Mynd/ghp Geðprúður mýktarhestur – Fróði Flugumýri er hæst dæmda 4 vetra hross ársins 2021 Geðgóð hæfileikahross sem sýna afköst ung að aldri hljóta að vera markmið og draumur hvers hrossaræktanda. Það var enginn skortur á slík- um gripum á kynbótabrautinni í ár því 34 hross fædd árið 2017 fengu fyrstu verðlaun í aðaleinkunn. Stóðhesturinn Fróði frá Flugumýri hlaut hæstu einkunn fjögurra vetra hrossa í ár en ræktendur hans eru Eyrún Ýr Pálsdóttir og Teitur Árnason. „Fróði er afskaplega yfirvegaður og jafn á öllum gangi. Hann er fljótur að svara og læra. Hann er allur svo skemmtilega léttur, ég hef aldrei verið með svona klárhest áður,“ segir Eyrún en kostir hans fóru ekki fram- hjá neinum í kynbótadómnum enda hlaut hann einkunnina 9 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið og 8,31 fyrir hæfileika sem reiknast sem 8,91 án skeiðs sem hlýtur að teljast væn einkunn fyrir ekki eldri hest. Þegar hross sýna svo mikil afköst á unga aldri þarf að passa vel upp á þau og varast að fara fram úr þeim, eins og Eyrún kemst að orði. „En Fróði gerði þetta allt sjálfur. Ég æfði hann einu sinni á brautinni í Hafnarfirði, það var kolvitlaust veður en klárinn var magnaður og við Teitur vorum sammála um að hann væri að fara að gera góða hluti, svo ég mætti með hann í dóm viku seinna og allt gekk upp. Það er eflaust vegna þess hve eðlisgóður hann er á gang- tegundunum. Þetta mikla fjaður- magn, skreflengd og framganga hans í reið skiluðu sér greinilega til dómaranna, því einkunnir voru á pari við það sem við höfðum ímyndað okkur.“ Óvænt hryssukaup Eyrún Ýr segist hafa eignast móður Fróða, Fýsn frá Feti, fyrir tilviljun árið 2014. „Ég kynntist henni þegar hún var orðin fullorðin hryssa, þá búin að vera í folaldseignum í nokkur ár. Nýr eigandi hennar þá bað mig um að þjálfa hana til að finna hvernig hryssa hún væri áður en hann léti hana í frekari folaldseignir. Ég varð svo svakalega hrifin af henni að ég varð að eignast hana,“ segir Eyrún, sem á ekki langt að sækja skynbragð fyrir góðum kynbótahrossum, enda fædd og uppalin á hrossaræktarbúinu Flugumýri og hefur kennt ræktun sína við búið. „Ég fékk í vöggugjöf heiðurs- verðlaunahryssuna Kolskör frá Gunnarsholti og hef ræktað undan henni síðan. Ég á m.a. tvær hátt dæmdar hryssur undan henni sem eru í ræktun hjá mér og byrjaðar að skila mér góðum afkvæmum,“ segir Eyrún en hún og sambýlismaður hennar, Teitur Árnason, fá á bilinu 5–10 folöld á ári. „Við eigum einnig nokkrar hryss- ur í sameign með öðrum ásamt því að fá að halda gæðahryssum sem við höfum haft í þjálfun. Gaman er að segja frá því að við sýnd- um fjögur hross úr okkar ræktun í ár. Meðalaldurinn var 5 vetra og aldursleiðrétt aðaleinkunn 8,29.“ Faðir Fróða er Hringur frá Gunnarsstöðum I. „Ég hef alltaf verið svakalega hrifin af Hring, man sérstaklega eftir honum þegar hann kom fram 5 vetra og ákvað þá að ég yrði að nota hann. Hann er mín týpa, hágengur og léttur klárhestur. Ég man líka eftir mömmu Hrings sem var ótrúlega flott meri,“ segir Eyrún sem lumar á fleiri afkvæmum Hrings í hrossastóðinu. Gæðatamning litlu systur Eyrún Ýr sendi Fróða í tamningu í vetur til yngri systur sinnar, Þórdísar Ingu, sem þá var í Skagafirði í Hólaskóla. „Ég sendi alltaf nokkur góð hross til hennar því ég veit að hún er mjög fær tamningakona. Enda tamdi hún Fróða frábærlega. Þegar hún kom svo hingað til okkar í verk- nám í vor tók ég við honum. Þá fann ég strax að hann var óvenjulegur,“ segir Eyrún Ýr. Hún vonast til að geta notað Fróða sem keppnishest í framtíðinni, en fyrst muni hún stefna með hann aftur á kynbótabrautina. 95 100 105 110 115 120 125 20 15 M 01 20 15 M 03 20 15 M 05 20 15 M 07 20 15 M 09 20 15 M 11 20 16 M 01 20 16 M 03 20 16 M 05 20 16 M 07 20 16 M 09 20 16 M 11 20 17 M 01 20 17 M 03 20 17 M 05 20 17 M 07 20 17 M 09 20 17 M 11 20 18 M 01 20 18 M 03 20 18 M 05 20 18 M 07 20 18 M 09 20 18 M 11 20 19 M 01 20 19 M 03 20 19 M 05 20 19 M 07 20 19 M 09 20 19 M 11 20 20 M 01 20 20 M 03 20 20 M 05 20 20 M 07 20 20 M 09 20 20 M 11 20 21 M 01 20 21 M 03 20 21 M 05 20 21 M 07 20 21 M 09 Ví sit al a, ja n 20 15 = 1 00 Verðbólga og matvæli Vísitala neysluverðs Matur og drykkjarvörur Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 21. október Hæfileikar Faðir Nafn og uppruni Aðaleinkunn Sköpulag Hæfileikar án skeiðs Móðir Fróði frá Flugumýri 8,36 8,45 8,31 8,91 Hringur frá Gunnarsstöðum I Fýsn frá Feti Drangur frá Steinnesi 8,33 8,41 8,28 8,61 Draupnir frá Stuðlum Ólga frá Steinnesi Tappi frá Höskuldsstöðum 8,33 8,35 8,32 8,56 Kolskeggur frá Kjarnholtum I Tign frá Höskuldsstöðum Afródíta frá Garðshorni á Þelamörk 8,33 8,43 8,27 8,32 Grímur frá Garðshorni á Þelamörk Elding frá Lambanesi Glampi frá Skeiðháholti 8,25 8,49 8,12 8,42 Draupnir frá Stuðlum Hrefna frá Skeiðháholti Kolbrún frá Helgatúni 8,25 8,06 8,35 8,24 Hrannar frá Flugumýri II Vænting frá Hruna Aðalheiður frá Garðshorni á Þelamörk 8,24 8,3 8,21 8,15 Ölnir frá Akranesi Garún frá Garðshorni á Þelamörk Ómar frá Garðshorni á Þelamörk 8,23 8,21 8,24 8,28 Organisti frá Horni I Hremmsa frá Akureyri Geisli frá Árbæ 8,23 8,36 8,15 8,18 Ölnir frá Akranesi Gleði frá Árbæ Nala frá Varmá 8,19 8,14 8,22 8,8 Konsert frá Hofi Bríet frá Varmá Hæstu 4 vetra hross ársins 2021 Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.